Hafnarstjórn
236. fundur
6. febrúar 2020
kl.
11:30
-
13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kom á fundinn til samráðs vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027. Nefndin fór yfir forsendur hafnarstjórnar til skipulagslýsingarinnar. Verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falin vinna við frágang umsagnar fyrir hönd Fjarðabyggðarhafna.
2.
Skemmdir á bryggju við Egilsbraut 26
Lagt fram erindi frá Guðröði Hákonarsyni þar sem óskað er eftir styrk til viðgerðar á bryggju.
Samkvæmt reglum um endurgerð gamalla bryggja má ekki styrkja bryggju innan fimm ára frá því að styrkur var síðast veittur, sbr.3.gr. reglnanna. Eru því ekki forsendur til að verða við beiðni bréfritara.
Samkvæmt reglum um endurgerð gamalla bryggja má ekki styrkja bryggju innan fimm ára frá því að styrkur var síðast veittur, sbr.3.gr. reglnanna. Eru því ekki forsendur til að verða við beiðni bréfritara.
3.
Clean up Iceland - Strandhreinsun leiðangursskipa
North Atlantic Agency (NAA) óskar þátttöku Fjarðabyggðarhafna í strandhreinsunarverkefni sem felur í sér að farþegar leiðangursskipa fara í land og tína rusl í útvöldum fjörum. Hafnarstjórn þakkar erindið en tekur ekki þátt í verkefninu að svo stöddu. Horft verður áfram til félagasamtaka í heimabyggð með hreinsun á fjörusvæðum í óbyggðum. Erindi og afstöðu hafnarstjórnar vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Seatrade Med sýningin í Málaga 2020
Lagður fram tölvupóstur vegna Seatrade Cruise Med sýningarinnar sem haldin verður í Málaga á Spáni 16.-17.september 2020. Hafnarstjórn samþykkir að nýta sameiginlegan markaðsfulltrúa Cruise Iceland og felur verkefnastjóra hafna, atvinnu- og þróunarstjóra, og upplýsinga- og kynningarfulltrúa að vinna nýtt kynningarefni fyrir Fjarðabyggðarhafnir vegna sýningarinnar og móttöku farþegaskipa almennt.
5.
Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands Íslands frá 20.janúar síðastliðnum.
6.
Framkvæmdir hafnarsjóðs 2020
Farið yfir stöðu framkvæmda hafnarsjóðs og það sem framundan er á árinu. Hafnarstjórn ræddi málin og felur verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs áframhaldandi undirbúning framkvæmda.