Fara í efni

Hafnarstjórn

237. fundur
17. febrúar 2020 kl. 11:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Veðurstöðvar á Fjarðabyggðarhöfnum
Málsnúmer 1911045
Eftir að hafa fundað með báðum aðilum þá er það niðurstaða verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ganga til samninga við Vista. Hafnarstjórn samþykkir tillögu starfsmanna og felur þeim frágang málsins.
2.
Beiðni um styrk til endurbóta á bryggju
Málsnúmer 1910044
Gullþúfa ehf., eigandi sjóhúss að Strandgötu 19 í Neskaupstað, óskar eftir styrk úr hafnarsjóði til endurbóta og styrkingar á bryggjunni við sjóhúsið. Áætlaður kostnaður við endurbætur á bryggjunni eru 1.500.000 kr.
Hafnarstjórn samþykkir beiðnina þar sem hún er í samræmi við reglur Fjarðabyggðarhafna um styrki til viðhalds og endurgerðar gamalla bryggja, að því gefnu að styrkþegi uppfylli öll skilyrði þeirra um upplýsingagjöf.
3.
Fundur með sveitar- og hafnarstjórnum vegna kynningar á lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum
Málsnúmer 2002087
Framlögð áform um sameiginlegan fund í tengslum við kynningu á lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum. Fundað verður með sveitar- og hafnarstjórnum Fjarðabyggðar, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps þann 20. apríl kl. 10:00.
Hafnarstjórn mun sækja fundinn.
4.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Málsnúmer 2002089
Tekin til afgreiðslu beiðni Eskju um umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju. Hafnarstjórn samþykkir beiðni Eskju og felur verkefnastjóra hafna að veita umsögnina.
5.
Umsókn um stækkun á tanki - Stöðvarfjörður
Málsnúmer 2002073
Lögð fram umsókn Skeljungs um stækkun bátadælutanks á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir umsóknina en gerir kröfur um að Skeljungur komi upp fullnægjandi ákeyrsluvörnum og uppfylli öll skilyrði laga og reglna. Jafnframt er verkefnastjóra hafna falin vinna við reglur um aðstöðu olíutanka og leggja fyrir að nýju.
6.
Könnun vegna strandveiða
Málsnúmer 2002069
Lögð fyrir beiðni Byggðastofnunar um svar við spurningunni hvaða þýðingu strandveiðar hafa fyrir hafnirnar, m.t.t. nýtingar hafnarmannvirkja, tekna og umsvifa. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að svara beiðninni.
7.
Aðalfundur Cruise Iceland 2020
Málsnúmer 2002088
Aðalfundur Cruise Iceland verður haldinn föstudaginn 8.maí 2020 kl. 16:00 á Siglufirði.
Hafnarstjórn sendir fulltrúa á fundinn.
8.
Umsókn um hluta lóðar í Neskaupstað
Málsnúmer 1805256
Hafnarstjórn samþykkti á fundi 14.6.2018 að úthluta lóð til Fiskmarkaðs Austurlands á hafnarsvæðinu í Neskaupstað. Fiskmarkaðurinn tók síðan upp viðræður við Síldarvinnsluna um mögulega nýtingu laxatanka undir starfsemina. Nú er endanlega ljóst að ekki getur orðið af því. Fiskmarkaður Austurlands vill því halda áfram með áform um lóð fyrir byggingu á þjónustuhúsnæði fyrir markaðinn, ca 300 fm að stærð með tilheyrandi lóðarrými.
Hafnarstjórn samþykkir að úthluta lóð til Fiskmarkaðar Austurlands og felur hafnarstjóra að ræða við Fiskmarkaðinn um útfærslu lóðarinnar.
9.
Landtengingar hafna
Málsnúmer 2002112
Hafnarstjórn hefur rætt á fundum sínum málefni um landtengingar hafna. Verkefnastjóra hafna falið að kortleggja slíkar tengingar í höfnum Fjarðabyggðar og leggja fyrir nefndina að nýju.