Hafnarstjórn
238. fundur
27. febrúar 2020
kl.
11:30
-
13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eva Dröfn Sævarsdóttir
varamaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Hafnarkantur við nýja netaverkstæðið að Naustahvammi 9
Lagt fram erindi frá Hampiðjunni Ísland ehf um lengingu á stálþili við Naustahvamm 49 í Neskaupstað. Hafnarstjórn felur framkvæmdasviði að fara yfir forsendur og kostnað á lausnum til framtíðar og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
2.
Endurnýjun dráttarbáts - Undirbúningsvinna
Námskeið ætlað hafnsögumönnum verður haldið 16.-17.mars nk. á skrifstofu Faxaflóahafna. Hafnsögumönnum og/eða skipstjórum Fjarðabyggðarhafna er boðið að taka þátt í námskeiðinu. Hafnarstjórn samþykkir að senda þátttakendur á námskeiðið og felur verkefnastjóra hafna að halda utan um málið.
3.
Hafnarreglugerð - endurskoðun 2019
Í október síðastliðnum var ný Hafnareglugerð Fjarðabyggðarhafna send Stjórnarráði Íslands til samþykkis og birtingar. Þann 25.febrúar síðastliðinn kom reglugerðin til baka frá samgönguráðuneytinu með athugasemdum sem lagðar eru hér fram til samþykkis. Hafnarstjórn samþykkir athugasemdir sem gerðar voru og felur verkefnastjóra hafna frágang þeirra og reglugerðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
4.
Umhverfismat fyrir efnistökusvæði í Norðfjarðarflóa og innfjörðum
Lögð fram verkefnistillaga frá Alta vegna mats á umhverfisáhrifum vegna efnistöku í Norðfjarðarflóa og innfjörðum. Hafnarstjórn samþykkir að fara í vinnu við tillögu að matsáætlun og fara yfir niðurstöður jafnharðan og þær verða skýrar.
5.
Smábátahöfn Breiðdalsvík - stækkun
Lagt er til að samið verði við Guðmund Guðlaugsson um smíði á nýjum viðlegukanti í Breiðdalsvíkurhöfn á sömu forsendum og gert var á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að semja við Guðmund Guðlaugsson á forsendum kostnaðarmats sem fyrir liggur og felur hafnarstjóra frágang.
6.
Könnun um afstöðu íbúa til komu farþegaskipa
Lagt fram minnisblað upplýsinga- og kynningarfulltrúa og atvinnu- og þróunarstjóra um könnun vegna stefnumótunar í ferðaþjónustu vegna komu farþegaskipa til Fjarðabyggðar. Einnig yfirferð á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal íbúa Fjarðabyggðar um afstöðu þeirra til komu farþegaskipa. Fram kemur að sátt er meðal íbúa um núverandi fyrirkomulag á móttöku farþegaskipa í sveitarfélaginu. Hafnarstjórn mun horfa til framtíðar með niðurstöðuna í huga og gerðar ferðamálastefnu fyrir sveitarfélagið.