Hafnarstjórn
239. fundur
16. mars 2020
kl.
16:00
-
17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Eva Dröfn Sævarsdóttir
varamaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2020
Bréf Sjávarútvegsskólans er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2020. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í Sjávarútvegsskóla unga fólksins eins og undanfarin ár og felur verkefnastjóra hafna að vera í samskiptum við skólann.
2.
Fundargerðir Fiskmarkaðs Austurlands
Fundargerð stjórnarfundar Fiskmarkaðs Austurlands þann 27.febrúar síðastliðinn lögð fram til kynningar.
3.
Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð Hafnasambands Íslands frá 26.febrúar 2020.
4.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram kostnaðaráætlun Eflu fyrir áætlaða framkvæmd við nýtt hafnarsvæði á Eskifirði ásamt tilboði í prufurekstur staura. Hafnarstjórn samþykkir að fara í að reka niður tilraunastaura sbr.meðfylgjandi tilboði um niðurrekstur tilraunastaura.
5.
Umhverfismat fyrir efnistökusvæði í Norðfjarðarflóa og innfjörðum
Tilboð frá Köfunarþjónustunni í setkjarnaboranir í Norðfirði og Reyðarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboðinu og felur verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram.
6.
Hafnarreglugerð - endurskoðun 2019
Hafnareglugerð 2020 lögð fram til samþykkis eftir breytingar í samræmi við athugasemdir samgönguráðuneytis. Hafnarstjórn samþykkir hafnareglugerð fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar.