Fara í efni

Hafnarstjórn

240. fundur
30. mars 2020 kl. 11:30 - 13:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
COVID-19 - Leiðbeiningar og viðbragðsáætlanir hafna
Málsnúmer 2003077
Til að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru þessa stundina þá hefur starfsemi hafnanna verið skipt upp til að lágmarka þann skaða ef upp kæmi smit hjá starfsmanni. Hafnarstjórn samþykkir viðbragðsáætlun Fjarðabyggðarhafna.
2.
Siglingavernd fréttabréf 2020
Málsnúmer 2003126
Fyrsta fréttabréf siglingaverndar 2020 lagt fram til kynningar.
3.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Málsnúmer 2001204
Fundargerð 421.fundar Hafnasambands Íslands frá 20.mars síðastliðnum lögð fram til kynningar.
4.
Upplýsingar frá Landhelgisgæslu Íslands
Málsnúmer 2003121
Kynntar upplýsingar frá Landhelgisgæslu Íslands varðandi heimild erlendra skipa í ríkiseign til komu í íslenskar hafnir. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að koma upplýsingum til starfsmanna hafna.
5.
Reglugerð um takmarkanir fyrir ferðamenn utan Schengen
Málsnúmer 2003143
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Samgöngustofu er varðar breytingu á reglugerð um för yfir landamæri. Verkefnastjóra hafna er falið að koma upplýsingum til starfsmanna hafna.
6.
Hafnarrafmagn á athafnasvæði Eskju - Eskifirði
Málsnúmer 2002032
Lagt fram til kynningar bréf frá Eskju varðandi áform þeirra um landtengingu skipa við landanir í höfnum. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en vill fá frekari gögn um staðsetningu og tengimöguleika fyrir aðra notendur. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að halda utan um málið.
7.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu Samskip Hoffell
Málsnúmer 2003127
Erindi frá Samskip dags. 19. mars 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Reyðarfjarðarhöfn fyrir skipstjóra á MS Samskip Hoffelli. Hafnarstjórn samþykkir undanþáguna.
8.
Framkvæmdir hafnarsjóðs 2020
Málsnúmer 2002025
Yfirferð á framkvæmdum hafnarsjóðs árið 2020. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir framkvæmdalista hafnanna og tekjur hafnarsjóðs og leggja fyrir að nýju.
9.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020
Málsnúmer 1909177
Lagðar til breytingar á gjaldskrá hafnarsjóðs Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn samþykkir breytingar á gjaldskrá og felur verkefnastjóra hafna frágang hennar.
10.
Erindi frá Eimskip - Gjaldskrá
Málsnúmer 2002081
Lagt fram sem trúnaðarmál erindi frá Eimskip varðandi gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar.
11.
Áform Royal Arctic Line A/S
Málsnúmer 2003150
Lagður fram sem trúnaðarmál tölvupóstur frá Royal Arctic Line A/S.