Hafnarstjórn
241. fundur
22. apríl 2020
kl.
11:00
-
12:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Eva Dröfn Sævarsdóttir
varamaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
COVID-19 - Leiðbeiningar og viðbragðsáætlanir hafna
Lagðar fram til kynningar uppfærðar leiðbeiningar Landlæknis fyrir skip og hafnir. Verkefnastjóra hafna falið að koma leiðbeiningum á framfæri við starfsmenn Fjarðabyggðarhafna.
2.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Vísað frá bæjarráði til kynningar í hafnarstjórn erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðspyrnu af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf. Bæjarráð samþykkti tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins á 656. fundi sínum þann 30. mars 2020.
Lagt fram til kynningar og mun hafnarstjórn vinna að viðspyrnu í sínum málaflokki áfram.
Lagt fram til kynningar og mun hafnarstjórn vinna að viðspyrnu í sínum málaflokki áfram.
3.
Orkuskipti í höfnum
Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmdaverkefni tengdum orkuskiptum í höfnum vegna úthlutunar fjármuna úr aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.
Hafnarstjórn hefur áður falið Eflu að taka saman upplýsingar um tengingar í höfnum Fjarðabyggðar með úrbætur í þeim efnum í huga. Svar hafnarstjórnar verður byggt á þeim upplýsingum og verður komið til ráðuneytisins fyrir 10.maí næstkomandi.
Hafnarstjórn hefur áður falið Eflu að taka saman upplýsingar um tengingar í höfnum Fjarðabyggðar með úrbætur í þeim efnum í huga. Svar hafnarstjórnar verður byggt á þeim upplýsingum og verður komið til ráðuneytisins fyrir 10.maí næstkomandi.
4.
Mjóeyrarhöfn, fylling annar áfangi 2020
Lagður fram tölvupóstur sem barst frá Björgun eftir viðræður við þá um að gera tilboð í annan áfanga á Mjóeyrarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Björgun á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs í uppdælingu við Fjarðabyggðarhafnir og felur hafnarstjóra samningsgerð.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Björgun á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs í uppdælingu við Fjarðabyggðarhafnir og felur hafnarstjóra samningsgerð.
5.
Samráðsfundir og viðbrögð vegna coronaveiru COVID19
Vísað frá bæjarráði til kynningar í hafnarstjórn. Bæjarráð fór yfir stöðuna og verkferla hjá sveitarfélaginu vegna Covid-19 og þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins sem og íbúum þess fyrir ómetanlegt framlag á þessum erfiðu tímum. Bæjarráð þakkar sérstaklega starfsmönnum skólastofnana, félags-, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila fyrir þeirra störf.
Þá hittist aðgerðarhópur Fjarðabyggðar daglega til að fara yfir stöðuna og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki við undirbúning viðbragða og eftirfylgni.
Lagt fram til kynningar.
Þá hittist aðgerðarhópur Fjarðabyggðar daglega til að fara yfir stöðuna og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki við undirbúning viðbragða og eftirfylgni.
Lagt fram til kynningar.
6.
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020
Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar lögð fram til samþykkis.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að ganga frá samningum við skipafélög varðandi geymslusvæði gáma.
Hafnarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur hafnarstjórn hafnarstjóra að ganga frá samningum við skipafélög varðandi geymslusvæði gáma.
7.
Framkvæmdir hafnarsjóðs 2020
Farið yfir framkvæmdir hafnarsjóðs á árinu og tekjur fyrsta ársfjórðungs.
Hafnarstjórn fór yfir hugsanlega flýtingu framkvæmda og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að undirbúningi þeirra á grundvelli umræðna á fundinum.
Hafnarstjórn fór yfir hugsanlega flýtingu framkvæmda og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að undirbúningi þeirra á grundvelli umræðna á fundinum.
8.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur veitt leyfi fyrir efnistöku sunnan sundlaugar á Eskifirði. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa verkið og tryggja að það verði unnið hratt og að frágangi svæðisins verði lokið strax í kjölfar efnisflutninga.