Fara í efni

Hafnarstjórn

242. fundur
4. maí 2020 kl. 11:30 - 12:15
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Kristinn Grétar Rögnvarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Umsókn um styrk úr Hafnarsjóði vegna dagskrár sumar 2020
Málsnúmer 2004163
Lögð fram umsókn Menningarstofu Fjarðabyggðar um styrk vegna dagskrár sumarsins. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Menningarstofu Fjarðabyggðar samkvæmt beiðni líkt og síðustu ár.
2.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003122
Bæjarráð samþykkti á 661. fundi sínum hugmyndir fjármálastjóra að aðgerðum vegna sumarstarfa og sumarverkefna. Í bókun bæjarráðs er sviðsstjórum falið að vinna áfram að aðgerðum og auglýst verði störf sem lögð eru til í minnisblaði.
Tillaga sviðsstjóra framkvæmdasviðs er að auglýsa tvö störf fyrir ungmenni 20-25 ára við almenn hafnarstörf og 10 störf fyrir 17 ára og eldri við almenn umhverfisverkefni á höfnum Fjarðabyggðar.
Hafnarstjórn samþykkir að auglýsa áðurgreind sumarstörf og felur hafnarstjóra utanumhald málsins.
3.
Umhverfismat fyrir efnistökusvæði í Norðfjarðarflóa og innfjörðum
Málsnúmer 2002152
Drög að tillögu að matsáætlun fyrir efnistöku af hafsbotni í Norðfjarðarflóa lögð fram til samþykkis.
Hafnarstjórn samþykkir drög að tillögu að matsáætlun og að þau fari í kynningu. Jafnframt felur hafnarstjórn verkefnastjóra hafna að setja sig í samband við Orkustofnun og óska eftir að leyfi til rannsókna verði afgreidd frá stofnuninni hið fyrsta.
4.
740 Naustahvammur 64 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2004139
Fiskmarkaður Austurlands hefur sótt um lóð að Naustahvammi 64 undir starfsemi sína í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir úthlutun lóðar fyrir sitt leyti og vísar til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt felur hafnarstjórn sviðsstjóra framkvæmdasviðs útfærslur á lóðinni í tengslum við umræður á fundinum.
5.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lögð fram gögn er varða verðkönnun í gerð þriggja landfyllinga í sjó sunnan við Frystihús Eskju á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Haka ehf. og Dalbjörgu ehf. á grundvelli verðkönnunar. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs frágang og að hefja framkvæmdir.