Hafnarstjórn
243. fundur
18. maí 2020
kl.
11:30
-
13:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Eva Dröfn Sævarsdóttir
varamaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2021
Framlagðar reglur um vinnu við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021-2024. Umræða um vinnslu fjárhagsáætlunarinnar.
Hafnarstjórn ræddi forsendur fjárhagsáætlunar og vinnslu hennar áfram. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Hafnarstjórn ræddi forsendur fjárhagsáætlunar og vinnslu hennar áfram. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum til umsagnar
Svæðisráð auglýsir lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum til umsagnar. Skipulagsstofnun fyrir hönd svæðisráðs óskar eftir ábendingum hafnarstjórnar um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni.
Formaður og varaformaður hafnarstjórnar ásamt starfsmönnum sátu kynningarfund vegna málsins í liðinni viku. Svæðisráðinu hefur áður verið kynnt nýtingaráætlun fjarða sveitarfélagsins og verður hún lögð til grundvallar vinnunni af hálfu Fjarðabyggðar. Verkefnastjóra hafna og formanni falið að fylgja málinu eftir.
Formaður og varaformaður hafnarstjórnar ásamt starfsmönnum sátu kynningarfund vegna málsins í liðinni viku. Svæðisráðinu hefur áður verið kynnt nýtingaráætlun fjarða sveitarfélagsins og verður hún lögð til grundvallar vinnunni af hálfu Fjarðabyggðar. Verkefnastjóra hafna og formanni falið að fylgja málinu eftir.
3.
Umsókn um rannsóknarleyfi í Reyðarfirði
Lögð fram til kynningar umsókn Hafnarsjóðs um leitar- og rannsóknarleyfi til rannsókna á seti í sjó í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur verkefnastjóra hafna að fylgja henni eftir.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur verkefnastjóra hafna að fylgja henni eftir.
4.
Umsókn um rannsóknarleyfi í Norðfjarðarflóa
Lögð fram til kynningar endanleg umsókn Hafnarsjóðs um rannsóknarleyfi til rannsókna á seti í sjó í Norðfjarðarflóa.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur verkefnastjóra hafna að fylgja henni eftir.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við umsóknina og felur verkefnastjóra hafna að fylgja henni eftir.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi Hafnasambands Íslands þann 27. apríl síðastliðinn.
6.
Framkvæmdir hafnarsjóðs 2020
Framkvæmdir við annan áfanga Mjóeyrarhafnar eru hafnar með uppdælingu efnis. Áætluð lok verksins eru í byrjun júní.
Hafnarstjórn ræddi framkvæmdir við Mjóeyrarhöfn.
Hafnarstjórn ræddi framkvæmdir við Mjóeyrarhöfn.
7.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Tilkynning um stækkun Eskifjarðarhafnar hefur verið send Skipulagsstofnun og er þar komin í umsagnarferli.
Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að fylgja málinu eftir við Skipulagsstofnun.
Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að fylgja málinu eftir við Skipulagsstofnun.
8.
Erindi frá Siglingaklúbbi Austurlands
Lagt fram erindi frá Siglingaklúbbi Austurlands þar sem óskað er eftir að hafnarstjórn leggi til starfsmenn til starfa við klúbbinn í sumar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra í samráði við íþrótta- og frístundastjóra að fara yfir erindi Siglingaklúbbsins með aðstoð sumarstarfsmanna líkt og önnur félög fá við námskeið og æfingar ungmenna.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra í samráði við íþrótta- og frístundastjóra að fara yfir erindi Siglingaklúbbsins með aðstoð sumarstarfsmanna líkt og önnur félög fá við námskeið og æfingar ungmenna.
9.
Orkuskipti í höfnum
Lögð fram tilkynning frá umhverfis-og auðlindaráðherra vegna orkuskipta í höfnum. Hafnarsjóður Fjarðabyggðar fékk 11,5 milljónir til verkefna hjá sér. Hafnarsjóður þakkar framlagið og felur verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs vinnslu málsins áfram.