Hafnarstjórn
244. fundur
2. júní 2020
kl.
15:00
-
16:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Björgvin V Guðmundsson
varamaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2021
Hafnarstjórn ræddi forsendur fjárhagsáætlunar 2021 og vísar henni til áframhaldandi vinnslu við fjárhagsáætlunargerð.
2.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Vísað frá menningar- og nýsköpunarnefnd drögum að ferðamálastefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði. Hafnarstjórn ræddi drög að ferðamálastefnu og gerir ekki athugasemdir við hana fyrir sitt leyti.
3.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019
Lögð fram til kynningar drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands 2019
4.
Umsókn um rannsóknarleyfi í Norðfjarðarflóa
Lögð fram drög að rannsóknarleyfi frá Orkustofnun vegna tilraunaefnistöku úr Norðfjarðarflóa en málið hefur verið í vinnslu hjá stofnuninni síðan árið 2017. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram og gengið verði í rannsóknardælingar um leið og leyfið liggur fyrir.
5.
Strandgata - Gamla bræðsla Mjóeyrarvík
Ósk frá Sævari Guðjónssyni um framlengingu á leigusamningi vegna Strandgötu 104, Eskifirði. Hafnarstjóri lagði fram drög að leigusamningi. Hafnarstjórn samþykkir drögin í samræmi við umræður á fundinum og felur hafnarstjóra frágang málsins.