Hafnarstjórn
245. fundur
15. júní 2020
kl.
11:30
-
13:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Verkefni hafnarsjóðs
Hafnarverndarmál Mjóeyrarhafnar rædd. Minnisblað um vöktun svæðisins lagt fram. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020 lagðar fram til kynningar.
3.
Ósk um leyfi til notkunar vita Fjarðabyggðar
Beiðni frá Menningarstofu Fjarðabyggðar um leyfi til notkunar á vitum Fjarðabyggðar til listsköpunar í tengslum við Skapandi sumarstörf. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti með fyrirvara um formlega breytingu um eignarhald vitanna. Málinu vísað til bæjarráðs.
4.
Beiðni um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadaginn 2020
Beiðni frá Sjómannadagsráði Eskifjarðar um styrk til að standa straum af dagskrá Sjómannadagsins á Eskifirði 2020 og styrkja hátíð næsta árs enn frekar. Samkvæmt bókun bæjarráðs frá 25.5.2020 samþykkir bæjarráð að helmingur framlaga til hátíða sem ekki fara fram á árinu 2020 verði til viðbótar úthlutunar hátíðanna á árinu 2021 til þeirra sem þess óska. Hafnarstjórn hafnar beiðni um styrk en samþykkir að úthlutunin verði samkvæmt bókun bæjarráðs fyrir næsta ár.
5.
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2020
Franskir dagar á Fáskrúðsfirði óska eftir styrk vegna hátíðarinnar. Samkvæmt bókun bæjarráðs frá 25.5.2020 samþykkir bæjarráð að helmingur framlaga til hátíða sem ekki fara fram á árinu 2020 verði til viðbótar úthlutunar hátíðanna á árinu 2021 til þeirra sem þess óska. Hafnarstjórn hafnar beiðni um styrk en samþykkir að úthlutunin verði samkvæmt bókun bæjarráðs fyrir næsta ár.
6.
Sorphirða og endurvinnsla á höfnum
Framtíð sorpmála á Fjarðabyggðarhöfnunum rædd.
7.
Umsókn um rannsóknarleyfi í Norðfjarðarflóa
Leyfi til leitar og rannsókna á lausum jarðefnum á hafsbotni utan netlaga í Norðfjarðarflóa hefur borist frá Orkustofnun. Leyfið lagt fram til kynningar.
8.
Umsókn um leitarleyfi í Norðfjarðarflóa
Umsókn um leitarleyfi til rannsókna á seti á hafsbotni í Norðfjarðarflóa með setkjarnatöku hefur verið send inn til Orkustofnunar. Lagt fram til kynningar.
9.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram til kynningar samantekt af hönnunarskýrslu Eflu fyrir stækkun Eskifjarðarhafnar með kostnaðaráætlun fyrir efniskaup og rekstur. Hafnarstjórn óskar eftir að Efla komi og kynni málið nánar á næsta fundi.