Fara í efni

Hafnarstjórn

247. fundur
30. júní 2020 kl. 16:00 - 17:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
7.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða hf. - beiðni um umsögn
Málsnúmer 2006135
Fiskeldi Austfjarða hf. hafa tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu 7.000 tonna framleiðslu á laxi í Stöðvarfirði, Fjarðabyggð.
Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Meðfylgjandi er frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar auk viðauka.
Kynnt tilkynning um beiðni á umsögn vegna frummatsskýrslu. Hafnarstjórn ræddi forsendur og felur atvinnu- og þróunarstjóra að taka saman gögn fyrir umsögn í samstarfi við verkefnastjóra hafna og leggja fyrir hafnarstjórn.
2.
Ósk um umsögn hafnaryfirvalda
Málsnúmer 2006117
Erindi frá Fiskistofu dags. 19. júní 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Síldarvinnslunnar hf. um leyfi til heimavigtunar uppsjávarfisks í fiskiðjuveri fyrirtækisins í Neskaupstað.
Hafnarstjórn er fylgjandi því að Síldarvinnslunni h.f. verði veitt heimavigtunarleyfi, en fyrirtækið er búið að leggja í miklar fjárfestingar á háþróuðum vigtarbúnaði. Hafnarstjóra er falið að skrifa umsögn í samræmi við álit hafnarstjórnar og senda inn til Fiskistofu.
3.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna stækkunar Eskifjarðarhafnar sem barst þann 25.júní síðastliðinn.
4.
Verkefni hafnarsjóðs
Málsnúmer 1908100
Framlagt minnisblað vegna vöktunar Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við mögulega þjónustuaðila um fyrirkomulag sólarhringsvöktunar á Mjóeyrarhöfn og leggja málið fyrir hafnarstjórn að nýju.
5.
Ársskýrsla Fjarðabyggðarhafna 2019
Málsnúmer 2005062
Lögð fram til kynningar drög að ársskýrslu Fjarðabyggðarhafna 2019
6.
Sjávarútvegsráðstefnan 2020
Málsnúmer 2006122
Sjávarútvegsráðstefnan 2020 verður haldin í Hörpu dagana 19. og 20. nóvember. Sjávarútvegsráðstefnan stuðlar að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og er vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að greininni. Hafnarstjórn mun senda fulltrúa á ráðstefnuna.
7.
Lagfæring fjöru utan við Bæjarbryggju - Neskaupstaður
Málsnúmer 2007005
Hafnarstjórn samþykkir að fara í lagfæringar á fjöru utan við Bæjarbryggjuna á Norðfirði þar sem sjógangur hefur étið mikið úr fjörunni. Markmið framkvæmdarinnar er að auka notagildi fjörunnar.