Hafnarstjórn
248. fundur
25. ágúst 2020
kl.
16:00
-
18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Heimir Snær Gylfason
varamaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar í bæjarráði, menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráði og safnanefnd.
Umhverfisstjóri kynnti drög að umhverfisstefnu.
Umhverfisstjóri kynnti drög að umhverfisstefnu.
2.
Beiðni um umsögn vegna sjókvíeldis á 10.000 tonnum af laxi í Reyðarfirði
Lögð fram beiðni Matvælastofnunar, dagsett 6. ágúst 2020, um umsögn vegna umsóknar Laxa eignarhaldsfélags ehf á 10.000 tonna eldi í Reyðarfirði í samræmi við 7. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi. Matvælastofnun hefur til meðferðar umsókn um rekstrarleyfi frá Löxum eignarhaldsfélagi ehf. vegna 10.000 tonna hámarkslífmassa á frjóum laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Laxar eignarhaldsfélag eru fyrir með gild rekstrarleyfi í Reyðafirði. Verði af leyfisútgáfu rúmast hámarkslífmassi leyfa Laxa eignarhaldsfélags innan bæði burðarþolsmats og áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að gera umsögn Fjarðabyggðar.
3.
Beiðni frá Samskip - Gjaldskrá
Lagt fram erindi frá Samskip hf. vegna gjaldskrár Fjarðabyggðarhafna. Málinu er frestað til næsta fundar hafnarstjórnar.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu á Samskip Hoffell
Erindi frá Samskip dags. 14. ágúst 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Sergey Nikanorov, skipstjóra á MS Samskip Hoffell. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna undanþágu.
5.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu á Vera D
Erindi frá Eimskip dags. 13. ágúst 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Heiko Lysse, skipstjóra á Vera D. Hafnarstjórn hafnar umbeðinni beiðni um undanþágu m.t.t. stærðar skipsins.
6.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Útboð í framleiðslu og rekstur staura fyrir stækkun Eskifjarðarhafnar hefur verið auglýst og lýkur kl.14.00 þann 22. september 2020.
Næsta skref í framkvæmdinni er að hefja uppdælingu efnis vegna stækkunar Eskifjarðarhafnar. Efnið mun nýtast í uppfyllingu og varnargarð. Fyrir liggur tilboð í uppdælingu efnisins. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga um uppdælingu samkvæmt fyrirliggjandi tilboði og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi.
Næsta skref í framkvæmdinni er að hefja uppdælingu efnis vegna stækkunar Eskifjarðarhafnar. Efnið mun nýtast í uppfyllingu og varnargarð. Fyrir liggur tilboð í uppdælingu efnisins. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga um uppdælingu samkvæmt fyrirliggjandi tilboði og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi.
7.
Umsögn vegna endurnýjunar hafnsöguréttinda
Umsögn vegna endurnýjunar hafnsöguskírteinis Ingva Rafns Guðmundssonar. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að veita umbeðna umsögn.
8.
Hafnasambandsþing 2020 - 24.-25.september nk.
Boðað hefur verið til Hafnasambandsþings þann 24. og 25. september næstkomandi. Hafnasambandsþinginu hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
9.
Styrkumsókn - Útsæði - 2020
Beiðni um styrk vegna bæjarhátíðarinnar Útsæðisins. Samkvæmt bókun bæjarráðs frá 25.5.2020 samþykkir bæjarráð að helmingur framlaga til hátíða sem ekki fara fram á árinu 2020 verði til viðbótar úthlutunar hátíðanna á árinu 2021 til þeirra sem þess óska. Hafnarstjórn hafnar beiðni um styrk en samþykkir að úthlutunin verði samkvæmt bókun bæjarráðs fyrir næsta ár.
10.
Ný þjónustumiðstöð - Norðfjörður
Kynnt áform um að byggja þjónustumiðstöð á Norðfirði. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
11.
Ný þjónustumiðstöð - Mjóeyrarhöfn
Kynnt áform um að byggja þjónustumiðstöð á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
12.
Umsögn um lagafrumvarp
Áform um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr.61/2013. Umsagnarfrestur er til 7.september. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna og skila inn umsögn.