Hafnarstjórn
249. fundur
15. september 2020
kl.
16:00
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Heimir Snær Gylfason
varamaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2021
Fjármálastjóri mætti á fund stjórnarinnar og fór yfir fjárhagsáætlunarvinnuna fyrir árið 2021. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna fjárhagsáætlun 2021 og leggja fyrir að nýju.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun fyrir stækkun Eskifjarðarhafnar
3.
Umhverfismat fyrir efnistökusvæði í Norðfjarðarflóa og innfjörðum
Lögð fram skýrsla Mannvits um niðurstöður rannsóknardælingar í Norðfjarðarflóa. Hafnarstjórn felur formanni og hafnarstjóra að funda með formanni Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs til að ræða efnistökumál í Fjarðabyggð.
4.
Bryggjubrunnur á Reyðarfirði
Lögð fram beiðni Olíudreifingar um leyfi til endurnýjunar bryggjubrunns á Olíubryggjunni á Reyðarfirði. Hafnarstjórn fyrir sitt leyti samþykkir þessa framkvæmd að því gefnu öllum öryggiskröfum sé mætt.
5.
Beiðni frá Samskip - Gjaldskrá
Lagt fram erindi frá Samskip hf. vegna gjaldskrár Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn samþykkir að skoða erindi Samskips í tengslum við vinnu fjárhagsáætlunar 2021. Verkefnastjóra hafna falið að halda utan um þá vinnu.
6.
Umsögn vegna breytingar á lögum um byggðakvóta nr. 116/2006
Bæjarráð hefur falið atvinnu- og þróunarstjóra að vinna að umsögn í samráði við hafnarstjóra. Jafnframt vísað til hafnarstjórnar til umræðu. Atvinnu- og þróunarstjóri kom á fundinn og kynnti málið.
7.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi Hafnasambands Íslands þann 24.ágúst síðastliðinn.
8.
Sjávarútvegsráðstefnan 2020
Sjávarútvegsráðstefnunni 2020 hefur verið frestað fram á næsta ár.
9.
Spennistöð á Mjóeyrarhöfn
Lögð fram til kynningar hönnunargögn vegna nýrrar spennistöðvar á Mjóeyrarhöfn. Vinna verkefnisins tengist styrk til orkuskipta í höfnum sem Fjarðabyggðarhafnir hlutu í maí síðastliðnum.
10.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2020
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2020 var haldinn 3.september að Strandgötu 14 Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkti milli funda að senda Snorra Styrkársson með umboð Fjarðabyggðarhafna á aðalfundinn og að tilnefna í stjórn Karl Óttar Pétursson og Snorra Styrkársson, og til vara Rúnar Má Gunnarsson.