Fara í efni

Hafnarstjórn

250. fundur
6. október 2020 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2021
Málsnúmer 2005026
Fjárfestingaráætlun og launaáætlun ársins 2021 lögð fyrir. Hafnarstjórn samþykkir áætlunina og vísar henni til frekari vinnu við fjárhagsáætlun.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2021
Málsnúmer 2009113
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu hafnarstjórnar. Hafnarstjóra ásamt starfsmönnum falið að útfæra ákveðna liði gjaldskrárinnar í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Skemmdir á Hafskipabryggju á Eskifirði
Málsnúmer 2010014
Skemmdir eftir ásiglingu komu í ljós á Hafskipabryggju á Eskifirði um liðna helgi er þekja féll niður. Hafnarstjórn felur framkvæmdasviði að fara í viðgerð á bryggjunni ásamt því að skoða framtíðar viðgerðir á bryggjunni.
4.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Þriðjudaginn 22.september 2020 voru tilboð opnuð í framleiðslu og rekstur staura fyrir stækkun Eskifjarðarhafnar. Nefndarmenn hafnarstjórnar samþykktu milli funda í tölvupósti að taka tilboði lægstbjóðanda sem er 86% af kostnaðaráætlun.
5.
Umhverfismat fyrir efnistökusvæði í Norðfjarðarflóa og innfjörðum
Málsnúmer 2002152
Á síðasta fundi hafnarstjórnar var formanni og hafnarstjóra falið að funda með formanni eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs til að ræða efnistökumál í Fjarðabyggð. Sá fundur fór fram 24.september og var ákveðið að skoða efnistökumál í víðara samhengi í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar og fresta frekari rannsóknum vegna efnistöku af hafsbotni í Norðfjarðarflóa.
6.
Rampur fyrir litla seglbáta og kajaka
Málsnúmer 2009174
Lögð fram beiðni frá Siglingaklúbbi Austurlands um að Fjarðabyggðarhafnir útbúi ramp út í sjó við aðstöðuhús klúbbsins. Hafnarstjórn felur framkvæmdasviði að kostnaðarmeta erindið og fara yfir forsendur í tengslum við aðrar framkvæmdir.
7.
Ástandsskoðun á Rex NS 3
Málsnúmer 2009216
Lögð fram til kynningar ástandsskýrsla fyrir Rex NS 3. Hafnarstjórn felur framkvæmdasviði í samstarfi við Safnastofnun að skoða með framkvæmdir við Rex NS 3 og leggja fyrir að nýju.
8.
Spennistöð á Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 2009098
Lögð fram til kynningar deiliskipulagsbreyting á Hrauni 1 sem gerð var vegna framkvæmda við spennistöð á Mjóeyrarhöfn.
9.
Ný þjónustumiðstöð - Norðfjörður
Málsnúmer 2006157
Lagðir fram til kynningar aðaluppdrættir af nýrri þjónustumiðstöð á Norðfirði.
10.
Smábátahöfn Breiðdalsvík - stækkun
Málsnúmer 2002150
Teikningar af trébryggju sem vinna er hafin við á Breiðdalsvík lagðar fram til kynningar.
11.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2020
Málsnúmer 2008124
Fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðar Austurlands og tilkynning frá Fiskmarkaðnum um greiðslu arðs lögð fram til kynningar.
12.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Málsnúmer 2001204
Lögð fram til kynningar fundargerð 426. fundar Hafnasambands Íslands frá 28.september síðastliðnum
13.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lagt fram tilboð í stálþilsplötur í bakþil fyrir landvegg í nýrri höfn á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi.