Hafnarstjórn
251. fundur
27. október 2020
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2021
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna lögð fyrir til afgreiðslu hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir drög að gjaldskrá og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram til kynningar gögn vegna stækkunar Eskifjarðarhafnar, farið yfir stöðu og næstu áfanga framkvæmdarinnar.
3.
Breytingar á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar
Breytingar þarf að gera á deiliskipulagi að Hrauni 1 vegna framtíðarframkvæmda á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í breytingar á deiliskipulagi og felur verkefnastjóra hafna og hafnarstjóra að vinna málið áfram.
4.
Smábátahöfn Breiðdalsvík - stækkun
Farið yfir stöðu framkvæmda við smíði trébryggju í Breiðsdalsvíkurhöfn.
5.
Umsókn um undanþágu - Dettifoss
Lögð fram beiðni Eimskips um undanþágur frá lóðsskyldu fyrir Ríkharð Sverrisson og Braga Björgvinsson, skipstjóra á Dettifossi. Hafnarstjórn samþykkir að veita umræddum skipstjórum undanþágu frá lóðsskyldu.
6.
Styrkbeiðni - Holan æfingaraðstaða
Lögð fram beiðni um styrk frá Sturlu Má Helgasyni fyrir hönd Holunnar æfingaraðstöðu. Umbeðinn styrkur fellur ekki undir málefni hafnarstjórnar en beiðninni er vísað til æskulýðs- og íþróttafulltrúa.
7.
Erindi vegna hafnaraðstöðu á Fáskrúðsfirði
Lagt fram erindi frá Fiskeldi Austfjarða vegna hafnaraðstöðu á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í dýpkun í smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs vinnslu málsins.
8.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 427 lögð fram til kynningar.
9.
Þykktarmælingar okt. 2020 - Eskifjarðarhöfn
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður þykktarmælingar sem framkvæmdar voru á stálþili hafskipabryggjunnar á Eskifirði 22.október síðastliðinn.
10.
Þykktamælingar okt. 2020 - Norðfjarðarhöfn
Lögð fram til kynningar skýrsla um niðurstöður þykktarmælingar sem framkvæmdar voru á stálþili löndunarbryggjunnar á Norðfirði 20. og 21.október síðastliðinn.