Fara í efni

Hafnarstjórn

252. fundur
10. nóvember 2020 kl. 16:00 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason varamaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2010204
Framlagt bréf Meta ehf. þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð vísar erindi til umsagnar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn. Erindið tekið fyrir að nýju í bæjarráði að lokinni yfirferð í nefndum.
Hafnarstjórn telur rétt að skoða erindið frekar og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs í samstarfi við hafnarstjóra að gera þarfagreiningu fyrir starfsemina í óbreyttri mynd á Fáskrúðsfirði og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju áður en bæjarráði er svarað.
2.
Framkvæmdir hafnarsjóðs 2020
Málsnúmer 2002025
Lagt fram minnisblað um ástand á aðstöðu starfsmanna á Fáskrúðsfirði og tillaga að annarri lausn rædd. Hafnarstjórn samþykkir í ljósi ástands hússins að það verði rifið og horft verði til þarfagreiningar sem verið er að vinna vegna óbreyttrar starfsemi á Fáskrúðsfirði með lausnir á aðstöðu til framtíðar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falin rif á húsinu.
3.
Málefni Hafnargötu 31 á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2011054
Málefni Hafnargötu 31 á Fáskrúðsfirði rædd. Hafnarstjórn samþykkir að segja upp leigu í húsinu og horft verði til framtíðarnota þess í tengslum við þarfagreiningu. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá málum við núverandi leigjanda.
4.
Erindi frá Eimskip - Gjaldskrá
Málsnúmer 2002081
Lagt fyrir að nýju sem trúnaðarmál erindi frá Eimskip varðandi gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna. Verkefnastjóra hafna er falið að svara Eimskip í samræmi við minnisblað.
5.
Hafnasambandsþing 2020
Málsnúmer 2007025
Boðað hefur verið til rafræns hafnarsambandsþings þann 27. nóvember 2020. Fjarðabyggðarhafnir eiga 10 fulltrúa á þinginu. Hafnarstjórn samþykkir að hafnarstjórn mun sækja rafrænt þing ásamt hafnarstjóra, verkefnastjóra hafna, sviðsstjóra framkvæmdasviðs, atvinnu- og þróunarstjóra og slökkviliðsstjóra.
Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá skráningu á þingið.
6.
Fundir með laxeldisfyrirtækjum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2011056
Lagt fram til kynningar minnisblað frá fundum sem fulltrúar Fjarðabyggðarhafna og sveitarfélagsins áttu með fiskeldisfyrirtækjum í Fjarðabyggð.
7.
Hafnarkantur við nýja netaverkstæðið að Naustahvammi 9
Málsnúmer 1911123
Á 238.fundi hafnarstjórnar var erindi Hampiðjunnar Ísland ehf. um lengingu á hafnarkanti við Naustahvamm 49 lagt fram. Í bókun fundarins var framkvæmdasviði falið að fara yfir forsendur og kostnað á lausnum til framtíðar og leggja málið fyrir að nýju.
Lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun frá Portum verkfræðistofu ehf. um lengingu hafnarkants við Naustahvamm 49 um 50 metra til vesturs. Hafnarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að funda með Hampiðjunni um málið.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003
Málsnúmer 2011077
Komið er í Samráðsgátt frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr.61/2003. Verkefnastjóra hafna og hafnarstjóra falið að veita umsögn.