Fara í efni

Hafnarstjórn

253. fundur
24. nóvember 2020 kl. 16:00 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Verkefni hafnarsjóðs
Málsnúmer 1908100
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Hluti framkvæmda ársins 2019 færðist yfir á árið 2020.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra í samráði við fjármálastjóra að vinna viðauka en tekjur hafnarinnar verða umfram áætlanir einnig.
2.
Fundir með sjávarútvegsfyrirtækjum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2011137
Lagt fram til kynningar innra vinnuskjal frá fundum með sjávarútvegsfyrirtækjum í Fjarðabyggð. Hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna falið umhald um áframhald á þeirri vinnu.
3.
Húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2010204
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs er varðar þarfagreiningu fyrir húsnæði þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að koma erindi á framfæri við bæjarráð í tengslum við umsögn varðandi málið og jafnframt er málinu vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Umsögn vegna tillagna að eldissvæðum fiskeldis í Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2007105
Lögð fram til kynningar umsögn Fjarðabyggðar til Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðra breytinga á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Fáskrúðsfirði.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Málsnúmer 2001204
Lögð fram til kynningar fundargerð 428.fundar Hafnasambands Íslands.
6.
Hafnasambandsþing 2020
Málsnúmer 2007025
Farið yfir dagskrá Hafnasambandsþings 2020 og tillögur sem fyrir því liggja. Þingið verður haldið næstkomandi föstudag 27.nóvember í fjarfundi.
7.
Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2020
Málsnúmer 2010125
Lögð fram til kynningar fundargerð 60. stjórnarfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem er fyrsti fundur stjórnar eftir aðalfund samtakanna.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003
Málsnúmer 2011077
Lögð fram til kynningar umsögn hafnarstjóra vegna breytinga á hafnarlögum nr. 61/2003.
9.
Hafnarkantur við nýja netaverkstæðið að Naustahvammi 9
Málsnúmer 1911123
Hafnarstjóri og sviðstjóri framkvæmdasviðs fóru yfir fund sem þeir áttu með Hampiðjunni.