Hafnarstjórn
254. fundur
15. desember 2020
kl.
16:00
-
17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Ósk Cargow um landtengingu á Mjóeyrarhöfn
Cargow B.V. hefur óskað eftir landtengingu fyrir skip sín á Mjóeyrarhöfn. Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri Cargow B.V. var gestur fundarins og kynnti stefnu fyrirtækisins í rafvæðingarmálum. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að fara yfir frekari forsendur í þessum málum.
2.
Laxar Fiskeldi ehf ný hafnaraðstaða
Á 231.fundi hafnarstjórnar var verkefnastjóra hafna falið að skoða frekari forsendur fyrir hafnaraðstöðu fyrir Laxa fiskeldi ehf. við norðarnverðan Reyðarfjörð.
Lögð eru fram gögn frá Portum verkfræðistofu ehf. Jens Garðar Helgason verður gestur fundarins.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna frekari útfærslur og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
Lögð eru fram gögn frá Portum verkfræðistofu ehf. Jens Garðar Helgason verður gestur fundarins.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna frekari útfærslur og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
3.
Umsögn vegna tillagna að eldissvæðum fiskeldis í Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði
Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðrar breytingar á staðsetningu eldiskvía í Fáskrúðsfirði. Umsögnin krefst viðbragða af hálfu Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn leggur áherslu á að ljósabúnaður við fyrirhugaðar eldiskvíar verði staðsettur með tilliti til núverandi vita og telur að öðru leyti hafi þessi breyting ekki áhrif á öryggisþátt vitans. Verkefnastjóra hafna er falið að koma svörum á framfæri.
4.
Ný þjónustumiðstöð - Fáskrúðsfjörður
Á fundi bæjarráðs nr.691 þann 7.desember síðastliðinn var samþykkt að útfærð verði tillaga að nýbyggingu fyrir starfsemi þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði í samráði við hafnarstjórn. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun og útfærslur og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
5.
730 Hraun 14 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Idea ehf, dagsett 23. nóvember 2020, þar sem sótt er um lóðina við Hraun 14 við Mjóeyrarhöfn undir vélsmiðju. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar og Alcoa Fjarðaáls sbr. 2. lið 4. gr. skipulags- og byggingarskilmála deiliskipulags Hrauns 1, Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni.
6.
Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2020
Tilkynning frá Fiskistofu um greiðslu strandveiðigjalds til hafna lögð fram til kynningar.