Fara í efni

Hafnarstjórn

255. fundur
12. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Málsnúmer 2101071
Fóðurprammi Laxa Fiskeldis ehf. sökk við Gripalda 10.janúar síðastliðinn. Unnið er að því að ná prammanum upp og fór hafnarstjóri yfir stöðu þess verkefnis.
2.
Laxar Fiskeldi ehf. - Ný hafnaraðstaða
Málsnúmer 1910162
Lagðar fyrir að nýju hugmyndir um hafnaraðstöðu fyrir Laxa Fiskeldi ehf. við norðanverðan Reyðarfjörð. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að skoða frekari forsendur fyrir hafnargerðinni og leggja fyrir að nýju.
3.
Ný þjónustumiðstöð - Fáskrúðsfjörður
Málsnúmer 2012075
Lagðar fram til kynningar teikningar og kostnaðaráætlun fyrir nýja þjónustumiðstöð á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir þessa útfærslu málsins og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu - Thorship
Málsnúmer 2101007
Erindi frá Thor Shipping dags. 31.desember 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Andrey Gilevskiy, skipstjóra á MV Sif W. Hafnarstjórn tekur erindið fyrir að nýju þegar skipstjóri hefur náð að uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda koma.
5.
Hafnasambandsþing 2020
Málsnúmer 2007025
Lögð fram til kynningar þinggerð Hafnasambandsþings 2020, sem haldið var þann 24.nóvember síðastliðinn.
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2020
Málsnúmer 2001204
Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 429. og 430. fundi Hafnasambands Íslands.
7.
Sjávarútvegsráðstefnan 2021
Málsnúmer 2012142
Sjávarútvegsráðstefnan 2021 verður haldin í Hörpu, dagana 11.-12. nóvember, en ráðstefnunni var frestað árið 2020.