Fara í efni

Hafnarstjórn

256. fundur
26. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Erindi vegna áforma um innheimtu vörugjalds
Málsnúmer 2101157
Lagt fram erindi frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi vegna áforma um innheimtu vörugjalds af umskipun á fóðri á sjó. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að vinna að málinu áfram og leggja fyrir að nýju.
2.
Deiliskipulag, Eskifjörður-Útkaupstaður
Málsnúmer 2009211
Í tengslum við deiliskipulagsgerð óskar eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd eftir umsögn hafnarstjórnar vegna landnotkunar neðan Strandgötu 38 til 42 á Eskifirði í kjölfar þess að frystihús og tengd starfsemi eru víkjandi á svæðinu. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að koma umsögn til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á grundvelli umræðna á fundinum. Hafnarstjórn leggur áherslu á að gætt verði að athafnasvæði hafnar í skipulagi.
3.
Aðgangskerfi og myndavélar á Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 2101111
Aðgangs- og myndavélakerfis Mjóeyrarhafnar þarfnast endurnýjunar. Lögð fram tillaga að endurnýjun á kerfinu. Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í endurnýjun á kerfinu og felur verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs undirbúning á því.
4.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Staurarekstur er hafinn í nýrri höfn á Eskifirði. Farið yfir stöðu framkvæmda og næstu skref. Áætluð verklok eru 5.febrúar.
5.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Málsnúmer 2101071
Farið yfir stöðu mála vegna fóðurpramma Laxa Fiskeldis ehf. sem sökk við Gripalda.
6.
Drangur sekkur í Stöðvarfjarðarhöfn
Málsnúmer 2010176
Drangur ÁR-307 sem sökk í Stöðvarfjarðarhöfn í lok október síðastliðins liggur þar enn við bryggju. Farið yfir stöðuna.
7.
Umsókn um leitar- og rannsóknarleyfi í Reyðarfirði
Málsnúmer 2004013
Lagt fram til kynningar leyfi til leitar- og rannsókna á hafsbotni í Reyðarfirði sem Orkustofnun gaf út þann 15.janúar síðastliðinn. Verkefnastjóra hafna falin frekari vinnsla málsins.
8.
418. mál - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)
Málsnúmer 2101173
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða(atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál. Ef veita á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 10. febrúar 2021. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og verkefnastjóra hafna að fara yfir frumvarpið og meta með umsögn eftir umræður á fundinum.
9.
419.mál - Frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja)
Málsnúmer 2101174
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp tillaga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál. Ef senda á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 10. febrúar 2021. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og verkefnastjóra hafna að fara yfir frumvarpið og meta með umsögn eftir umræður á fundinum.