Fara í efni

Hafnarstjórn

257. fundur
16. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Verkefni hafnarsjóðs
Málsnúmer 1908100
Málefni vöktunar á Mjóeyrarhöfn lögð fyrir að nýju. Hafnarstjórn samþykkir tillögu í minnisblaði um útvíkkun þjónustusamnings um vöktun á hafnarsvæðinu á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ganga frá samningi.
2.
Gjaldtaka vegna fiskeldis
Málsnúmer 2102092
Gjaldtaka á meltu frá fiskeldi í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn samþykkir að setja meltu inn í gjaldskrá í vöruflokki 2.
3.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Málsnúmer 2101071
Farið yfir stöðu mála vegna fóðurpramma Laxa Fiskeldis ehf. sem sökk við Gripalda.
4.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Brúarfoss
Málsnúmer 2102087
Lögð fram beiðni Eimskips um undanþágur frá hafnsöguskyldu fyrir Karl Guðmundsson og Jón Inga Þórarinsson, skipstjóra á Brúarfossi. Hafnarstjórn samþykkir að veita umræddum skipstjórum undanþágu frá lóðsskyldu.
5.
Áfangaskýrsla Menningarstofu vegna styrkja á árinu 2020
Málsnúmer 2101202
Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla Menningarstofu vegna styrkja á árinu 2020 þar sem gerð er grein fyrir styrkúthlutun hafnarstjórnar til Menningarstofu 2020.
6.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Málsnúmer 2101205
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar.
7.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Málsnúmer 2101212
Lögð fram til kynningar fundargerð 431. fundar Hafnasambands Íslands
8.
Umsókn um langtímaleigu á lóð við Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 2102107
Lagt fram erindi frá Jens Garðari Helgasyni, framkvæmdastjóra Laxa Fiskeldis ehf. Þar sem óskað er eftir lóð til langtímaleigu á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir að fela starfsmönnum að taka upp viðræður við Laxa Fiskeldi ehf. á grundvelli umræðna á fundinum.
9.
Ný þjónustumiðstöð - Fáskrúðsfjörður
Málsnúmer 2012075
Lagt fram tilboð frá Límtré-Vírnet í nýja þjónustumiðstöð á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir tilboð frá Límtré-Vírnet. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að horfa til staðsetningar þjónustumiðstöðvar við Hafnargötu 39, Fáskrúðsfirði.