Hafnarstjórn
258. fundur
2. mars 2021
kl.
16:30
-
18:00
í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Heimir Snær Gylfason
varamaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Aðgangskerfi og myndavélar á Mjóeyrarhöfn
Lögregla og Tollgæsla hafa óskað eftir því að fá aðgang að streymi öryggismyndavéla á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn óskar eftir rökstuðningi frá lögreglunni og áliti frá persónuverndarfulltrúa áður en ákvörðun verður tekin í málinu.
2.
Laxar Fiskeldi ehf. - Ný hafnaraðstaða
Lagt fram minnisblað Alta sem gerir grein fyrir þeim leyfum sem þarf að afla ef ákvörðun verður tekin um hafnarframkvæmd við Helgustaði í Reyðarfirði. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram.
3.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun Köfunarþjónustunnar ehf. vegna fyrsta og annars áfanga í aðgerðum sem miða að því að ná fóðurpramma Laxa Fiskeldis ehf. af hafsbotni.
4.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - stækkun
Umræður um smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði. Lagðar fram hugmyndir að nýrri trébryggju. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir kostnaðaráætlun með tilliti til fjárhagsáætlunar og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
5.
Stálþil, þekja og grjótvörn við Naustahvamm 49
Lagt fyrir erindi frá Hampiðjunni Ísland ehf. varðandi stálþil, þekju og grjótvörn við húsnæði fyrirtækisins að Naustahvammi 49, Neskaupstað. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir málin og ræða við bréfritara.
6.
Markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðarhafna
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra vegna markaðs- og kynningarmála Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna, upplýsinga- og kynningastjóra og atvinnu- og þróunarstjóra að fara yfir minnisblað og móta tillögu um gerð efnis fyrir Fjarðabyggðarhafnir.
7.
509. mál - Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun)
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál. Ef veita á umsögn þarf hún að berast eigi síðar en 9. mars.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0855.html
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara yfir fyrri umsögn og taka afstöðu til þess hvort verði send inn umsögn.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0855.html
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara yfir fyrri umsögn og taka afstöðu til þess hvort verði send inn umsögn.
8.
Viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga
Vísað frá bæjarráði til kynningar í nefndum sveitarfélagsins viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar.