Hafnarstjórn
259. fundur
16. mars 2021
kl.
16:00
-
17:30
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - stækkun
Á 258.fundi hafnarstjórnar var sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að fara yfir kostnaðaráætlun með tilliti til fjárhagsáætlunar og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
Hafnarstjórn samþykkir að fara í framkvæmdina á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar sem rúmast innan fjárfestingaáætlunar hafnarinnar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi við Guðmund Guðlaugsson bryggjusmið um verkið.
Hafnarstjórn samþykkir að fara í framkvæmdina á grundvelli fyrirliggjandi kostnaðaráætlunar sem rúmast innan fjárfestingaáætlunar hafnarinnar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi við Guðmund Guðlaugsson bryggjusmið um verkið.
2.
Smábátahöfn Norðfirði - stækkun
Eftir óveðrið sem gekk yfir í byrjun árs þarf að bæta aðstöðu fyrir stærri báta í smábátahöfninni á Norðfirði. Lagt er til að kaupa tvær flotbryggjur til að bæta úr þeim aðstöðuvanda.
Fyrir liggur tilboð frá Bryggjuvinum ehf. í tvær flotbryggjur, samanlagt að lengd 22 metrar. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa bryggjurnar á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ganga frá kaupunum. Kaupin rúmast innan fjárfestingaáætlunar.
Fyrir liggur tilboð frá Bryggjuvinum ehf. í tvær flotbryggjur, samanlagt að lengd 22 metrar. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa bryggjurnar á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ganga frá kaupunum. Kaupin rúmast innan fjárfestingaáætlunar.
3.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2021
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna lögð fram til samþykkis eftir breytingar sem samþykktar voru á 257. fundi hafnarstjórnar. Hafnarstjórn staðfestir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarráðs.
4.
Móttaka á sorpi á hafnarsvæðum
Lagt fyrir erindi frá Hafnasambandi Ísland um móttöku úrgangs og farmleifa á hafnasvæðum, þar sem hafnir eru hvattar til að bjóða upp á aðstöðu til að smærri skip og bátar geti skilað flokkuðu sorpi. Verkefnastjóri hafna hefur nú þegar hafið samráð við útgerðarfyrirtækin og hagsmunaaðila í Fjarðabyggð um samræmingu í móttöku sorps í Fjarðabyggðarhöfnum.
5.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Farið yfir árangur af áfanga I og II í aðgerðaáætlun Köfunarþjónustunnar sem lauk sunnudaginn 7.mars síðastliðinn. Búið er að losa olíu úr prammanum og unnið er nú að næsta áfanga sem miðar að því að ná prammanum af svæðinu.
6.
Drangur sekkur í Stöðvarfjarðarhöfn
Drangur ÁR-307 sem sökk í Stöðvarfjarðarhöfn í lok október síðastliðins liggur þar enn við bryggju. Farið yfir stöðuna.
7.
Dýpi við Löndunarbryggju á Norðfirði
Lagt fyrir erindi frá Síldarvinnslunni varðandi dýpi við Löndunarbryggjuna á Norðfirði og þekju bryggjunnar. Hafnarstjórn felur framkvæmdasviði að taka erindið til skoðunar með tilliti til lagfæringar á þekju í tengslum við aðrar framkvæmdir.
8.
Hafnafundur 2021
Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 10. hafnafundar, sem haldinn verður í Hafnarfirði föstudaginn 21.maí nk. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.
9.
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2021
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2021. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk samkvæmt áður samþykktum tillögum, heimili sóttvarnarreglur hátíðahöld.
10.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Lögð fram til kynningar fundargerð 432.fundar Hafnasambands Íslands
11.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2021
Framlagt boð um aðalfund Fiskmarkaðar Austurlands þann 23. mars n.k. Núverandi fulltrúar í stjórn eru Snorri Styrkársson og Karl Óttar Pétursson, Rúnar Gunnarsson til vara. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og fjármálastjóra að sækja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðarhafna.