Fara í efni

Hafnarstjórn

260. fundur
30. mars 2021 kl. 16:00 - 17:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Leyfi til umskipunar olíu - Vermland
Málsnúmer 2103001
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem stofnunin tilkynnir að veitt hafi verið leyfi til umskipunar olíu frá flutningaskipi yfir í fóðurpramma í Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn lýsir furðu yfir og gerir athugasemdir við að leyfi til umskipunar olíu innan skilgreinds hafnarsvæðis Fjarðabyggðarhafna skuli veitt án samráðs við hafnaryfirvöld í Fjarðabyggð. Verkefnastjóra hafna er falið að afla frekari gagna og rökstuðnings frá Umhverfisstofnun vegna málsins. Jafnframt er málinu vísað til kynningar í Hafnasambandi Íslands vegna mögulegs fordæmisgildis.
2.
Aðgangskerfi og myndavélar á Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 2101111
Lögregla og Tollgæsla hafa óskað eftir því að fá aðgang að streymi öryggismyndavéla á Mjóeyrarhöfn. Á 258.fundi hafnarstjórnar var óskað eftir rökstuðningi frá lögreglunni og áliti frá persónuverndarfulltrúa áður en ákvörðun yrði tekin í málinu.
Lögð fram bréf lögreglu og tollayfirvöldum ásamt minnisblaði persónuverndarfulltrúa.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til lögfræðiálit hefur borist.
3.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lögð fram niðurstaða verðkönnunar í forsteyptar þybbueiningar, akkerisplötur og uppsetningu stormpolla. Hafnarstjórn samþykkir verkefnið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs frágang málsins.
4.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2103194
Grjótvarnir í Fjarðabyggð eru á samgönguáætlun fyrir þetta ár. Lagðar fram upplýsingar frá Vegagerðinni. Hafnarstjórn samþykkir að fara í framkvæmdina og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ganga frá samningi við Vegagerðina. Kostnaði verður mætt af liðnum óráðstafað í fjárhagsáætlun.
5.
Tryggingar Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 2103200
Tryggingar Fjarðabyggðarhafna ræddar. Tímabært er að endurskoða skilmála og fleira varðandi tryggingar hafnanna. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að fara yfir tryggingar Fjarðabyggðarhafna í sambandi við heildarsamning sveitarfélagsins og samráði við TM.
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Málsnúmer 2101212
Lögð fram til kynningar fundargerð 433. fundar Hafnasambands Íslands
7.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2020
Málsnúmer 2103183
Ársreikningur Hafnasambands Íslands lagður fram til kynningar
8.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2021
Málsnúmer 2103094
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fiskmarkaðs Austurlands
9.
Aðalfundur Cruise Iceland 2021
Málsnúmer 2103193
Boðað hefur verið til aðalfundar Cruise Iceland 2021 sem haldinn verður 3.júní í Vestmannaeyjum, ef samkomutakmarkanir leyfa. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.