Hafnarstjórn
261. fundur
21. apríl 2021
kl.
11:30
-
13:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lagðar fram niðurstöður úr opnun tilboða í verkið "Eskifjörður, steypt staurabryggja - Holplötur" sem fór fram 31.mars síðastliðinn. Hafnarstjórn samþykkti í tölvupósti á milli funda að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda.
2.
Aðgangskerfi og myndavélar á Mjóeyrarhöfn
Lögregla og Tollgæsla hafa óskað eftir því að fá aðgang að streymi öryggismyndavéla á Mjóeyrarhöfn. Á 260. fundi hafnarstjórnar var afgreiðslu málsins frestað þar til lögfræðiálit hefði borist. Málið er nú lagt fram að nýju þar sem lögfræðiálit liggur fyrir.
Hafnarstjórn getur ekki veitt aðgang að beinu streymi eins og fram kemur í lögfræðiáliti en felur hafnarstjóra viðræður við hlutaðeigandi aðila um framhald málsins.
Hafnarstjórn getur ekki veitt aðgang að beinu streymi eins og fram kemur í lögfræðiáliti en felur hafnarstjóra viðræður við hlutaðeigandi aðila um framhald málsins.
3.
Umsókn um nýtingu landtengihúsa og -skápa
Lögð fram umsókn Síldarvinnslunnar um leyfi til að nýta landtengihús og -skápa í Norðfjarðarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir umsóknina.
4.
Landtengingar hafna
Lagt fyrir að nýju samkvæmt umræðum og bókun 237. fundar hafnarstjórnar þar sem verkefnastjóra hafna var falið að kortleggja landtengingar í Fjarðabyggðarhöfnum.
Lögð fram skýrsla Eflu vegna úttektar á landtengingum í höfnum í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn vísar skýrslunni til framkvæmdasviðs með úrbætur og framtíðaruppbyggingu rafmagnskerfis hafna til vinnslu. Tekið fyrir í hafnarstjórn að nýju þegar áætlanir liggja fyrir.
Lögð fram skýrsla Eflu vegna úttektar á landtengingum í höfnum í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn vísar skýrslunni til framkvæmdasviðs með úrbætur og framtíðaruppbyggingu rafmagnskerfis hafna til vinnslu. Tekið fyrir í hafnarstjórn að nýju þegar áætlanir liggja fyrir.
5.
Leyfi til umskipunar olíu - Vermland
Málið var tekið fyrir á 260.fundi hafnarstjórnar þar sem hafnarstjórn óskaði eftir frekari gögnum og rökstuðningi frá Umhverfisstofnun vegna málsins.
Lagt fyrir að nýju þar sem borist hafa bréf og fylgigögn frá Umhverfisstofnun vegna fyrirspurnar Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn tekur undir að nauðsynlegt er að breyta reglugerð til að skýra stöðu hafna og minnir á nauðsyn þess að stofnanir ríkisins gæti hagsmuna sveitarfélaga í málum eins og þessu. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna áfram umhald málsins.
Lagt fyrir að nýju þar sem borist hafa bréf og fylgigögn frá Umhverfisstofnun vegna fyrirspurnar Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn tekur undir að nauðsynlegt er að breyta reglugerð til að skýra stöðu hafna og minnir á nauðsyn þess að stofnanir ríkisins gæti hagsmuna sveitarfélaga í málum eins og þessu. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna áfram umhald málsins.
6.
Beiðni um styrk - Ný Hafbjörg
Lögð fram beiðni frá Björgunarbátasjóði Austurlands um styrk vegna kaupa á nýrri Hafbjörgu. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja kaup á björgunarskipi um 5 milljónir og felur hafnarstjóra fjárhagslegan frágang þess.
7.
Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2021
Lagt fram bréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2021. Hafnarstjórn lýsir yfir mikilli ánægju með starfsemi Sjávarútvegsskólans og samþykkir að styrkja hann líkt og undanfarin ár.
8.
Drangur sekkur í Stöðvarfjarðarhöfn
Drangur ÁR-307 sem sökk í Stöðvarfjarðarhöfn í lok október síðastliðins liggur þar enn við bryggju. Farið yfir stöðuna. Verkefnastjóra hafna falið áframhaldandi umhald málsins.
9.
Dæla í Neskaupstað
Lögð fyrir umsókn Olíuverzlunar Íslands hf. um leyfi til að setja áfyllingarplan við tank í Norðfjarðarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.