Hafnarstjórn
262. fundur
4. maí 2021
kl.
16:00
-
17:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Umsókn um hlið á smábátahöfn á Eskifirði
Lögð fram umsókn Laxa Fiskeldis um leyfi til að setja upp hlið á smábátahöfninni á Eskifirði. Hafnarstjórn horfir frekar til myndavélavöktunar á hafnarsvæðinu í heild sinni og eru þau mál í skoðun. Því er erindinu hafnað.
2.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu - Thorship
Þann 31.desember 2020 barst erindi frá Thor Shipping ehf. þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Andrey Gilevskiy, skipstjóra á MV Sif W. Erindið var tekið fyrir á 255.fundi hafnarstjórnar þar sem bókað var erindið yrði tekið fyrir að nýju þegar skipstjóri hefði náð að uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda koma.
Málið er því tekið fyrir að nýju þar sem skipstjórinn hefur náð lágmarksfjölda koma.
Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
Málið er því tekið fyrir að nýju þar sem skipstjórinn hefur náð lágmarksfjölda koma.
Hafnarstjórn samþykkir að veita undanþáguna.
3.
Nöfn á bryggjum
Lagður fram tölvupóstur frá Landhelgisgæslu Íslands. Vegna nýrrar útgáfu hafnarkorts 714 vantar nafn á nýja bryggju við netagerð Hampiðjunnar og staðfestingu annarra nafna á kortinu. Einnig vantar nafn á nýja bryggju sem framkvæmdir eru hafnar við á Eskifirði.
Hafnarstjórn samþykkir að bryggja við netagerð Hampiðjunnar verði kölluð Netagerðarbryggja og eldri netagerðarbryggja fái heitið Gamla Netagerðarbryggja til innsetningar á sjókortum. Þá fái ný bryggja á Eskifirði nafnið Frystihúsbryggja.
Hafnarstjórn samþykkir að bryggja við netagerð Hampiðjunnar verði kölluð Netagerðarbryggja og eldri netagerðarbryggja fái heitið Gamla Netagerðarbryggja til innsetningar á sjókortum. Þá fái ný bryggja á Eskifirði nafnið Frystihúsbryggja.
4.
Aðild Fjarðabyggðarhafna að Cruise Europe
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra hafna vegna aðildar Fjarðabyggðarhafna að Cruise Europe. Hafnarstjórn samþykkir að segja upp aðild sinni að Cruise Europe að svo stöddu.
5.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis uppsjávarfrystihúss Eskju.
6.
Hafnafundur 2021
Hafnafundi 2021, sem halda átti í Hafnarfirði 20.maí næstkomandi, hefur verið frestað til 3.september.