Hafnarstjórn
263. fundur
27. maí 2021
kl.
16:30
-
18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eva Dröfn Sævarsdóttir
varamaður
Heimir Snær Gylfason
varamaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna 2022 rædd. Hafnarstjórn ræddi forsendur starfs- og fjárhagsáætlun 2022 og felur hafnarstjóra, verkefnastjóra hafna og sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að áætluninni og leggja fyrir að nýju á næsta fundi.
2.
Ný þjónustumiðstöð - Fáskrúðsfjörður
Farið yfir undirbúning vegna byggingar nýrrar þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði. Mannvit heldur utan um verðkönnun vegna jarðvinnu og uppsteypu.
3.
Erindi vegna áforma um innheimtu vörugjalds
Lagt fram til kynningar bréf sem sent var Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem svar við erindi þeirra vegna áforma um innheimtu vörugjalds. Hafnarstjórn vísar málinu til kynningar í Hafnasambandi Íslands.
4.
Bréf vegna umskipunar olíu á hafi innan hafnarsvæða og óhafntengdrar þjónustu við fiskeldi
Lögð fram til kynningar bréf sem send voru Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytinu og Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ásamt Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna umskipunar olíu á hafi innan hafnarsvæða og óhafntengdar þjónustu við fiskeldi. Hafnarstjórn vísar málinu til kynningar í Hafnasambandi Íslands.
5.
640. mál - Atvinnuveganefnd Alþingis umsögn tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál
Lögð fram til kynningar umsögn Fjarðabyggðar sem send var Atvinnuveganefnd Alþingis vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640.mál.
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Fundargerð 434. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar
7.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2021
Lögð fram tilkynning Fiskmarkaðs Austurlands hf. um greiðslu arðs.
8.
Ósk um styrk vegna kaupa á björgunarbáti
Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á nýjum björgunarbáti. Hafnarstjórn samþykkir að veita Björgunarsveitinni Geisla styrk upp á 2 milljónir vegna kaupa á nýjum björgunarbáti.
9.
Beiðni um styrk vegna Sjómannadagsins á Eskifirði 2021
Lögð fram beiðni um styrk frá Sjómannadagsráði Eskifjarðar til að standa straum af dagskrá Sjómannadagsins á Eskifirði 2021. Hafnarstjórn mun styrkja hátíðahöld vegna sjómannadags líkt og verið hefur. Verkefnastjóra hafna falið að vera í sambandi við forsvarsmenn hátíðahalda um framkvæmd þeirra og umfang í tengslum við gildandi sóttvarnareglur.