Fara í efni

Hafnarstjórn

264. fundur
8. júní 2021 kl. 17:00 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Málsnúmer 2104136
Drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2022 lögð fram að nýju. Hafnarstjórn samþykkir drögin og vísar þeim til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Hafnarstjórn samþykkir einnig að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa útboð vegna verkefna ársins 2022 til að betri mynd fáist af framkvæmdum þess árs.
2.
Umsókn um styrk vegna Støð í Stöð 2021
Málsnúmer 2105185
Lögð fyrir umsókn um styrk frá Skemmtifélagi Stöðvarfjarðar vegna bæjarhátíðarinnar Stød í Stöð. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja hátíðina samkvæmt beiðni að því gefnu að hátíðin fari fram.
3.
Landtengingarkrani í Neskaupstað
Málsnúmer 2106036
Lögð fram beiðni frá Síldarvinnslunni um leyfi til uppsetningar landtengingarkrana á Löndunarbryggjunni í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir beiðni Síldarvinnslunnar um uppsetningu landtengingarkrana.
4.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Samskip Skaftafell
Málsnúmer 2106048
Erindi frá Samskip dags. 8. júní 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Stenar Vadim, skipstjóra á MS Samskip Skaftafell. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna undanþágu.
5.
Stækkun löndunarhúss Eskju
Málsnúmer 2106055
Fyrirhuguð er stækkun löndunarhúss Eskju hf. á löndunarbryggjunni á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaðar framkvæmdir að öllum tilskyldum leyfum uppfylltum og vísar málinu til Eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Hafnarstjóra falið í samvinnu við sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að útfæra byggingaréttargjald vegna stækkunarinnar.
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Málsnúmer 2101212
Lögð fram til kynningar fundargerð 435.fundar Hafnasambands Íslands