Fara í efni

Hafnarstjórn

265. fundur
11. ágúst 2021 kl. 16:30 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Heimir Snær Gylfason varamaður
Pálína Margeirsdóttir varamaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Samskip Skaftafell
Málsnúmer 2106070
Erindi frá Samskip dags. 10. júní 2021 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Roman Lutsenko, skipstjóra á MS Samskip Skaftafell. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna undanþágu.
2.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Tukuma Arctica
Málsnúmer 2108013
Erindi frá Royal Arctic Line dags. 29. júlí 2021 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Jens Peter Rosing Berthelsen, skipstjóra á Tukuma Arctica. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna undanþágu.
3.
7.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða hf. - beiðni um umsögn
Málsnúmer 2006135
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar vegna umsóknar Fiskeldis Austfjarða hf. um 7.000 tonna framleiðslu á laxi í Stöðvarfirði.
4.
Ósk um umsögn hafnaryfirvalda
Málsnúmer 2108025
Lögð fram beiðni Fiskistofu um umsögn hafnaryfirvalda vegna umsóknar Fiskmarkaðs Austurlands í Neskaupstað um endurvigtunarleyfi. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að ganga frá umsögn.
5.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Málsnúmer 2101071
Lagt fram til kynningar. Laxar Fiskeldi ehf. hafa tilkynnt að björgun fóðurprammans Munins af hafsbotni á Gripalda hefur verið frestað til haustsins 2022. Umhverfisstofnun hefur samþykkt frestunina. Vegna umhverfis- og öryggissjónarmiða hvetur hafnarstjórn til að haft sé gott eftirlit með ástandi fóðurprammans þangað til honum hefur verið komið upp á yfirborðið.
6.
Drangur sekkur í Stöðvarfjarðarhöfn
Málsnúmer 2010176
Gengið hefur verið frá sölu Drangs ÁR-307 sem sökk í Stöðvarfjarðarhöfn í lok október 2020 og var báturinn dreginn úr höfn fimmtudaginn 5.ágúst síðastliðinn.
7.
Grjótvarnir í Fjarðabyggð
Málsnúmer 2103194
Lögð fram til kynningar niðurstaða úr útboði Vegagerðarinnar vegna sjóvarna á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Þ.S. Verktakar ehf. voru lægstbjóðendur.
8.
Þróun hafnarsvæða
Málsnúmer 2108027
Þróun hafnarsvæða Fjarðabyggðarhafna. Trúnaðarmál.
9.
Endurbygging/endurnýjun stálþilja vegna tæringar
Málsnúmer 1710016
Hafnarstjórn ræddi ástand eldri stálþilja á höfnunum. Hafnarstjórn samþykkir að fara í hönnun á endurnýjun stálþils Löndunarbryggju við fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að hefja undirbúning að hönnun í samráði við hafnarstjóra.
10.
Þriggja fasa rafmagn í Mjóafjörð
Málsnúmer 2108028
Lagður fram tölvupóstur frá Rarik þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða lagningu þriggja fasa rafmagns í Mjóafjörð fyrir veturinn og kannaður er áhugi orkukaupenda í þorpinu á að taka við þriggja fasa rafmagni. Hafnarstjórn samþykkir að taka þriggja fasa rafmagn á bryggjuna í Mjóafirði. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs í samráði við hafnarstjóra að vera í samskiptum við Rarik vegna málsins.
11.
Beiðni um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadaginn 2021
Málsnúmer 2106073
Lögð fram beiðni frá Sjómannadagsráði Neskaupstaðar um styrk vegna hátíðahalda í kringum sjómannadaginn í Neskaupstað 2021. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja hátíðahöld vegna sjómannadags líkt og verið hefur. Verkefnastjóra hafna falið að vera í sambandi við forsvarsmenn hátíðahalda.
12.
Skýrsla um rafvæðingu hafna á Íslandi
Málsnúmer 2106072
Lögð fram til kynningar skýrsla sem Verkís vann fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um landtengingar í höfnum landsins. Hafnarstjórn vísar skýrslunni til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og verkefnastjóra hafna til skoðunar í tengslum við rafvæðingu hafna í Fjarðabyggð.
13.
740 Egilsbraut 6 - Umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 2108032
Óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar til beiðni um stækkun lóðar þar sem hún nær til svæðis hafnarinnar. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stækkun lóðar eins og fram kemur í minnisblaði verkefnastjóra. Sérstaklega þarf að gæta að samkomulagi um ljósamöstur í eigu Fjarðabyggðarhafna. Þá er verkefnastjóra hafna og hafnarstjóra að ganga frá byggingaréttargjaldi í samstarfi við fjármálastjóra.