Fara í efni

Hafnarstjórn

266. fundur
7. september 2021 kl. 16:30 - 18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Björgvin V Guðmundsson varamaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Málsnúmer 2108124
Hafnarstjóri fór yfir málefni tengd viljayfirlýsingu Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og CIP um þróun græns orkugarðs í Reyðarfirði. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Verkefni hafnarsjóðs
Málsnúmer 1908100
Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna á árinu 2021
3.
Umsókn um leyfi - Rannsóknir á fuglalífi
Málsnúmer 2109030
Lögð fyrir umsókn Náttúrustofu Austurlands um leyfi til að setja út baujur í Reyðarfirði tímabundið vegna rannsókna á fuglalífi við laxeldissvæði. Hafnarstjórn samþykkir umsókn Náttúrustofu Austurlands fyrir sitt leyti.
4.
Styrkumsókn - Útsæði - 2021
Málsnúmer 2106172
Bæjarhátíðin Útsæði óskar eftir styrk. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja bæjarhátíðina Útsæði, verði hátíðin haldin.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Málsnúmer 2101212
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 20.ágúst lögð fram til kynningar.