Hafnarstjórn
266. fundur
7. september 2021
kl.
16:30
-
18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Björgvin V Guðmundsson
varamaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Hafnarstjóri fór yfir málefni tengd viljayfirlýsingu Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og CIP um þróun græns orkugarðs í Reyðarfirði. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Verkefni hafnarsjóðs
Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna á árinu 2021
3.
Umsókn um leyfi - Rannsóknir á fuglalífi
Lögð fyrir umsókn Náttúrustofu Austurlands um leyfi til að setja út baujur í Reyðarfirði tímabundið vegna rannsókna á fuglalífi við laxeldissvæði. Hafnarstjórn samþykkir umsókn Náttúrustofu Austurlands fyrir sitt leyti.
4.
Styrkumsókn - Útsæði - 2021
Bæjarhátíðin Útsæði óskar eftir styrk. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja bæjarhátíðina Útsæði, verði hátíðin haldin.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 20.ágúst lögð fram til kynningar.