Fara í efni

Hafnarstjórn

267. fundur
21. september 2021 kl. 16:30 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Björgvin V Guðmundsson varamaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Málsnúmer 2104136
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022. Farið yfir forsendur launaáætlunar ársins 2022.
Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs og verkefnastjóra hafna að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir í fjárhagsáætlunarvinnu. Áframhald fjárhagsáætlunarvinnu fer fram á næsta fundi.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2022
Málsnúmer 2109073
Gjaldskrá hafna 2022 lögð fram til umræðu. Verkefnastjóra hafna falið að vinna að breytingu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
3.
Beiðni um styrk til endurgerðar á bryggju
Málsnúmer 2109185
Lögð fram beiðni frá Agli Helga Árnasyni um styrk til endurgerðar á bryggju við sjóhús að Strandgötu 98a á Eskifirði.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við styrkbeiðanda og leggja fyrir nefndina að nýju.
4.
Erindi vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík
Málsnúmer 2109186
Lagt fram erindi frá Elís Pétri Elíssyni vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík.
Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs og forstöðumanni veitna að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.