Hafnarstjórn
268. fundur
13. október 2021
kl.
16:00
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Vísað til umsagnar frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 25. ágúst 2021, vegna innleiðingar umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Í minnisblaði er farið yfir innleiðingu stefnunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að innleiðing verði kynnt í öllum fastanefndum þar sem tilnefndir verða aðilar til að mynda starfshóp um innleiðingu í samræmi við minnisblað.
Hafnarstjórn tilnefnir formann hafnarstjórnar og verkefnastjóra hafna sem fulltrúa hafnarstjórnar í starfshópi.
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 25. ágúst 2021, vegna innleiðingar umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Í minnisblaði er farið yfir innleiðingu stefnunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að innleiðing verði kynnt í öllum fastanefndum þar sem tilnefndir verða aðilar til að mynda starfshóp um innleiðingu í samræmi við minnisblað.
Hafnarstjórn tilnefnir formann hafnarstjórnar og verkefnastjóra hafna sem fulltrúa hafnarstjórnar í starfshópi.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Drög að starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022 lögð fram. Farið yfir drögin og vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
3.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2022
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2022 lögð fram til samþykkis. Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá samkvæmt umræðum á fundi og vísar henni til bæjarráðs.
4.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun vegna jarðvinnu, burðarvirkis, lagna og frágangs Frystihúsbryggju á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir uppfærða kostnaðaráætlun og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa og hefja útboðsferli.
5.
Útflutningur Rotterdam
Drög af viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar og Rotterdamhafna lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir framlögð drög af viljayfirlýsingu og felur hafnarstjóra að undirrita hana.
6.
Umsókn um styrk vegna Okkur að góðu
Lögð fram umsókn Austurbrúar ses. um styrk vegna verkefnisins Okkur að góðu. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
7.
Sjávarútvegsráðstefnan 2021
Sjávarútvegsráðstefnan 2021 verður haldin í Hörpu, dagana 11.-12. nóvember, en ráðstefnunni var frestað árið 2020. Skráning á ráðstefnuna hófst 8.október. Hafnarstjórn samþykkir að sækja ráðstefnuna ásamt starfsmönnum.
8.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Fundargerð 437. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
9.
Umsókn um svæði til æfinga
Lögð fram umsókn frá Slökkviliði Fjarðabyggðar um svæði til æfinga á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að útfæra það í samráði við slökkviliðsstjóra.