Hafnarstjórn
269. fundur
22. október 2021
kl.
12:00
-
13:00
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Heimir Snær Gylfason
varamaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022 lögð fyrir til endanlegrar afgreiðslu. Hafnarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun 2022 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt óskar hafnarstjórn eftir því við verkefnastjóra hafna og fjármálastjóra að unninn verði viðauki fyrir framkvæmdir á árinu 2021.
2.
Breyting á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Fjarðabyggðar vegna tilkynningar Laxa Fiskeldis ehf. um breytingu á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði. Umsögn skal skilað fyrir 12.nóvember. Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna umsögn í samráði við hafnarstjóra sem og aðra starfsmenn í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Beiðni um styrk til endurgerðar á bryggju
Lögð fram beiðni frá Agli Helga Árnasyni um styrk til endurgerðar á bryggju við sjóhús að Strandgötu 98a á Eskifirði. Á 267. fundi hafnarstjórnar var hafnarstjóra falið að ræða við styrkbeiðanda og leggja fyrir að nýju. Hafnarstjórn finnst framtakið gott en því miður fellur það ekki undir reglur um styrki til viðhalds og endurgerðar gamalla bryggja. Hafnarstjóra er falið að ræða málið við umsækjanda og ganga frá því.