Hafnarstjórn
270. fundur
22. nóvember 2021
kl.
16:30
-
18:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Stjórnkerfisnefnd
Tillaga stjórnkerfisnefndar að breyttu vinnufyrirkomulagi á höfnum lögð fram til samþykktar.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu stjórnkerfisnefndar.
Hafnarstjórn samþykkir tillögu stjórnkerfisnefndar.
2.
Tillaga að starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Stöðvarfirði - 7.000 tonna sjókvíaeldi á ófrjóum laxi
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. í Stöðvarfirði. Um er að ræða sjókvíaeldi á ófrjóum laxi með allt að 7.000 tonna lífmassa á hverjum tíma. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 25. nóvember 2021.
Hafnarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs frá 22. nóvember 2021.
Hafnarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs frá 22. nóvember 2021.
3.
Tillaga að rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða til fiskeldis í Stöðvarfirði
Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til sjókvíaeldis á ófrjóum laxi í Stöðvarfirði. Tillagan er byggð á matsskýrslu frá 2020 um eldi á 7.000 tonnum af laxi í Stöðvarfirði.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. nóvember 2021.
Hafnarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs frá 22. nóvember 2021.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 24. nóvember 2021.
Hafnarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs frá 22. nóvember 2021.
4.
Kaup á munum fyrir Íslenska stríðsárasafnið
Kaup á munum fyrir Íslenska Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Íslenska Stríðsárasafnið á Reyðarfirði um kaup á munum.
5.
Aðild Fjarðabyggðarhafna að Cruise Europe
Hafnarstjórn samþykkti á 262.fundi sínum að segja upp aðild að Cruise Europe. Aðild skal segja upp fyrir 15. desember fyrir árið á eftir og er málið lagt fyrir aftur til umræðu í stærra samhengi. Hafnarstjórn samþykkir að aðild að Cruise Europe verði ekki sagt upp fyrir árið 2022. Einnig felur hafnarstjórn atvinnu- og þróunarstjóra í samvinnu við verkefnastjóra hafna að ræða við aðrar nefndir og hagaðila um málið með stefnumótun í huga.
6.
Umsókn - Eldsneytistankur og bátadæla, Norðfjarðarhöfn
Lögð fram umsókn Ferils ehf., verkfræðistofu, f.h. Skeljungs um leyfi fyrir eldsneytistanki og bátadælu á Norðfjarðarhöfn. Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ræða við Heilbrigiseftirlit Austurlands um staðsetningu og stærðir og vera í samskiptum við Feril ehf. í kjölfarið.
7.
Drög að lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa
Lögð fram sem trúnaðarmál til kynningar drög að skýrslu Rannsóknarefndar samgönguslysa. Óskað er umsagnar fyrir 10. desember 2021.
8.
Endurnýjun dráttarbáts - Undirbúningsvinna
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá umboðsaðila Damen á Íslandi um nýjungar í dráttarbátum. Um er að ræða framtíðarverkefni Fjarðabyggðarhafna og er verkefnastjóra hafna falið að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir að nýju.
9.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Útboð hefur verið auglýst í byggingu Frystihúsbryggju á Eskifirði. Útboði lýkur miðvikudaginn 8. desember 2021 kl. 14:00.
10.
Breytingar á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar
Lögð fram minnisblöð Portum verkfræðistofu ehf. með tillögum að stækkun Mjóeyrarhafnar og breytingu á deiliskipulagi. Hafnarstjórn samþykkir að fara í breytingu á deiliskipulagi og vísar málinu til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
11.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Fundargerðir 438. og 439. funda stjórnar Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.