Fara í efni

Hafnarstjórn

271. fundur
7. desember 2021 kl. 17:00 - 18:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2021
Málsnúmer 2005026
Á 269.fundi hafnarstjórnar var verkefnastjóra hafna og fjármálastjóra falið að vinna viðauka fyrir framkvæmdir á árinu 2021. Lögð fram gögn vegna viðauka. Hafnarstjórn fór yfir viðauka þar sem fram koma upplýsingar um framkvæmdir sem samþykkt var að fara í á árinu umfram fjárhagsáætlun. Hafnarstjórn samþykkir viðauka og vísar honum til bæjarráðs.
2.
Endurbygging/endurnýjun stálþilja vegna tæringar
Málsnúmer 1710016
Minnisblöð Portum verkfræðistofu ehf. um tillögu að breytingu hafnarinnar á Eskifirði lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn kynnti sér tillögurnar og mun taka þær fyrir aftur þegar nær dregur verktíma.
3.
Hafnarsvæði við Landanaust
Málsnúmer 2111129
Lagt fram minnisblað Portum verkfræðistofu ehf. um hafnarsvæði við Landanaust á Norðfirði. Hafnarstjórn fór yfir tillögur og vísar þeim til frekari skoðunar hjá sviðsstjóra framkvæmdasviðs og hafnarstjóra.
4.
Þróun hafnarsvæða
Málsnúmer 2108027
Þróun hafnarsvæða Fjarðabyggðarhafna. Trúnaðarmál. Hafnarstjórn ræddi málið og vísar því til frekari vinnslu verkefnastjóra hafna.
5.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Tukuma Arctica
Málsnúmer 2112004
Erindi frá Royal Arctic Line dags. 30. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Thorkil Clausen Riis, skipstjóra á Tukuma Arctica. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
6.
Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2021
Málsnúmer 2111180
Sérstakt strandveiðigjald til hafna lagt fram til kynningar