Hafnarstjórn
272. fundur
21. desember 2021
kl.
16:00
-
16:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Miðvikudaginn 8.desember voru opnuð tilboð í byggingu Frystihúsbryggju á Eskifirði. Eitt tilboð barst í verkið frá MVA ehf. sem var 163% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn hafnar tilboðinu og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að yfirfara kostnaðaráætlunina og tilboðið, leita samninga við MVA ehf og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. Vísað til staðfestingar bæjarráðs.
2.
Breyting á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði
Lögð fram drög að svari hafnarstjórnar Fjarðabyggðar við viðbótarumsögn Vegagerðarinnar vegna tilkynningar um framkvæmd breytingar á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn samþykkir drög að svari og felur atvinnu- og þróunarstjóra að svara Vegagerðinni í samræmi við umræður á fundinum.
Hafnarstjórn samþykkir drög að svari og felur atvinnu- og þróunarstjóra að svara Vegagerðinni í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Tukuma Arctica
Erindi frá Royal Arctic Line dags. 7. desember 2021 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Jacob Meyer Skou, skipstjóra á Tukuma Arctica.
Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna undanþágu.
Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna undanþágu.
4.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar