Fara í efni

Hafnarstjórn

272. fundur
21. desember 2021 kl. 16:00 - 16:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Miðvikudaginn 8.desember voru opnuð tilboð í byggingu Frystihúsbryggju á Eskifirði. Eitt tilboð barst í verkið frá MVA ehf. sem var 163% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn hafnar tilboðinu og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að yfirfara kostnaðaráætlunina og tilboðið, leita samninga við MVA ehf og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. Vísað til staðfestingar bæjarráðs.
2.
Breyting á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði
Málsnúmer 2110104
Lögð fram drög að svari hafnarstjórnar Fjarðabyggðar við viðbótarumsögn Vegagerðarinnar vegna tilkynningar um framkvæmd breytingar á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn samþykkir drög að svari og felur atvinnu- og þróunarstjóra að svara Vegagerðinni í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Tukuma Arctica
Málsnúmer 2112068
Erindi frá Royal Arctic Line dags. 7. desember 2021 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Jacob Meyer Skou, skipstjóra á Tukuma Arctica.
Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna undanþágu.
4.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Málsnúmer 2112103
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar