Fara í efni

Hafnarstjórn

273. fundur
25. janúar 2022 kl. 16:00 - 17:45
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Björgvin V Guðmundsson varamaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Útflutningur Rotterdam
Málsnúmer 2102183
Martijn Coopman frá Rotterdamhöfn kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir Rotterdamhafnar um aukið samstarf.
2.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Málsnúmer 2003091
Lagt fram endurskoðað og yfirfarið tilboð MVA ehf. í byggingu Frystihúsbryggju á Eskifirði. Breyttar forsendur voru ræddar á fundinum. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við MVA ehf. sem var eini bjóðandi í verkið. Hafnarstjórn vísar málinu til bæjarráðs.
3.
Dýpi við Löndunar- og Nótabryggju á Eskifirði
Málsnúmer 2201133
Lagt fram erindi frá Eskju varðandi dýpi við Löndunar- og Nótabryggju á Eskifirði. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að gera skoðun og dýptarmælingu við bryggjurnar og grípa til aðgerða í samræmi við það.
4.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
Málsnúmer 2101212
Fundargerð 440. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar
5.
Verkefni menningarstofu 2021
Málsnúmer 2009060
Framlagt erindi Menningarstofu Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir styrk vegna verkefna á vegum menningarstofu á árinu 2021. Hafnarstjórn samþykkir umbeðinn styrk.
6.
Beiðni um styrk til endurbóta og stækkunar bryggju
Málsnúmer 2201011
Lögð fram beiðni frá Hildibrand SFL um styrk vegna fyrirhugaðra lagfæringa og stækkunar á bryggju við Beituskúrinn, Nesgötu 43, Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk í samræmi við reglur Fjarðabyggðarhafna um styrki til viðhalds og endurgerðar gamalla bryggja.