Hafnarstjórn
274. fundur
22. febrúar 2022
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Sævar Guðjónsson
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Verkefni hafnarsjóðs
Farið yfir stöðu verkefna hafnarsjóðs. Hafnarstjórn ræddi stöðu verkefna og farið yfir framtíðaráform.
2.
Hafnargjöld fyrir eldri borgara
Erindi Gunnars Geirs Kristjánssonar er varðar hafnargjöld eldri borgara í Fjarðabyggð. Málinu vísað til hafnarstjórnar. Öldungaráð vísar málinu til hafnarstjórnar með beiðni um að afstaða verði tekin til málsins. Hafnarstjórn hefur áður fjallað um erindi sem þetta og hefur ekki orðið við erindunum þar sem það fellur ekki undir reglur hafnarsjóðs.
3.
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2022
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2022. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja hátíðina í ár eins og verið hefur.
4.
Seatrade Cruise Global í Miami 2022
Lagður fram tölvupóstur frá Cruise Iceland þar sem kannaður er áhugi fyrir þátttöku á Seatrade Cruise Global sýningunni sem haldin verður í Miami 26.-28.apríl. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í sameiginlegum fulltrúa á vegum Íslandsstofu á sýningunni.
5.
Sjávarútvegsfundur 2022
Sjávarútvegsfundur á vegum Stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga var haldinn í fjarfundi þriðjudaginn 22. febrúar 2022. Hafnarstjóri og verkefnastjóri hafna sóttu fundinn.
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
Fundargerð Hafnasambands Íslands frá 21.janúar lögð fram til kynningar.