Fara í efni

Hafnarstjórn

275. fundur
15. mars 2022 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Verkefni hafnarsjóðs
Málsnúmer 1908100
Vöktun Mjóeyrarhafnar, áframhaldandi umræða. Frekari upplýsingar lagðar fram á fundinum. Hafnarstjórn ræddi málið og felur starfsmönnum að vinna tillögu á grundvelli umræðna og leggja fyrir næsta fund.
2.
Mál 59/2022 - Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003
Málsnúmer 2203083
Umsagnafrestur í máli nr. 59/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003", hefur verið framlengdur og rennur út 21.03.2022. Verkefnastjóra hafna er falið að láta vinna umsögn og senda inn á samráðsgátt.
3.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Málsnúmer 2108124
Farið yfir málefni Græns orkugarðs. Hafnarstjórn fór yfir stöðu málsins og samþykkir að World Hydrogen 2022 Summit Exhibition verði sótt.
4.
Ósk Síldarvinnslunnar um löndunartengingu á Olíubryggju
Málsnúmer 2203082
Síldarvinnslan hefur óskað eftir afstöðu hafnarstjórnar til uppsetningar fyrirtækisins á löndunarbúnaði á Olíubryggjunni í Norðfjarðarhöfn. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið.
5.
740 Leiruvegur - Umsókn um lóð við smábátahöfn
Málsnúmer 2202136
Lögð fram lóðarumsókn Nes7 ehf, dagsett 9. janúar 2022, þar sem sótt er um lóð innan við smábátahöfnina Norðfirði fyrir 559 m2 iðnaðarhús með 7-10 iðnaðarbilum. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu og felur hafnarstjóra að ræða við aðila.
6.
740 Naustahvammur 76 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2203022
Lögð fram lóðarumsókn Nestaks ehf, dagsett 1. mars 2022, þar sem sótt er um norð-austanhorn lóðarinnar við Naustahvamm 76 fyrir 1.000 m2 iðnaðarhús með 10 iðnaðarbilum. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og vísar umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu og felur hafnarstjóra að ræða við aðila.
7.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
Málsnúmer 2202086
Fundargerð 442.fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar
8.
Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021
Málsnúmer 2202184
Drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar