Hafnarstjórn
276. fundur
5. apríl 2022
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
varaformaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Verkefni hafnarsjóðs
Vöktun Mjóeyrarhafnar, áframhaldandi umræða. Hafnarstjórn samþykkir útfærslur í nýrri umgjörð um vöktun á Mjóeyrarhöfn og felur starfsmönnum að vinna að endanlegum samningi og útfærslu og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2022
Gjaldtaka fyrir gámasvæði á Mjóeyrarhöfn rædd. Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í breytingar á gjaldskrá er tengist geymslu gáma á Mjóeyrarhöfn. Verkefnastjóra hafna falið að leggja breytingu gjaldskrár fyrir að nýju.
3.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Farið yfir málefni Græns orkugarðs.
4.
Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2022
Lagt fyrir bréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2022. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjávarútvegsskóla unga fólksins líkt og síðustu ár.
5.
Ósk Síldarvinnslunnar um löndunartengingu á Olíubryggju
Lögð fyrir umsókn Síldarvinnslunnar um löndunarlögn á olíubryggju við Fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir umsóknina.
6.
740 Leiruvegur - Umsókn um lóð við smábátahöfn
Lóðarumsókn Nes7 ehf, dagsett 9. janúar 2022, þar sem sótt er um lóð innan við smábátahöfnina Norðfirði fyrir 559 m2 iðnaðarhús með 7-10 iðnaðarbilum. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu og vísaði umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar. Hafnarstjórn frestaði afgreiðslu á 275.fundi og fól hafnarstjóra að ræða við aðila. Málið nú lagt fram að nýju. Hafnarstjóri hefur rætt við umsækjanda þar sem núverandi lóð er ekki á skipulagi. Verið er að skoða aðra kosti og verður málið tekið fyrir að nýju.
7.
740 Naustahvammur 76 - Umsókn um lóð
Lóðarumsókn Nestaks ehf, dagsett 1. mars 2022, þar sem sótt er um norð-austanhorn lóðarinnar við Naustahvamm 76 fyrir 1.000 m2 iðnaðarhús með 10 iðnaðarbilum. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu og vísaði umsókninni til umsagnar hafnarstjórnar. Hafnarstjórn frestaði afgreiðslu á 275.fundi og fól hafnarstjóra að ræða við aðila. Málið nú lagt fram að nýju. Hafnarstjóri hefur rætt við umsækjendur og eru þeir að skoða aðra lóð. Hafnarstjórn samþykkir að koma að smávægilegum breytingum á þeirri lóð, ef af verður.
8.
Erindi vegna skemmda á húsi og bryggju við Egilsbraut 22, Nesk.
Lagt fram erindi frá Kristni Hjartarsyni fyrir hönd Keppings ehf. vegna skemmda sem urðu á húseign og bryggju við Egilsbraut 22 í Neskaupstað í óveðri þann 4. janúar síðastliðinn. Hafnarstjórn samþykkir að veita styrk í samræmi við reglur um styrki til viðhalds og endurgerðar gamalla bryggja. Framkvæmdasviði er falið að skoða möguleika í sjóvörnum á þessu svæði.
9.
Svæðisskipulagsnefnd 2021
Kynning á svæðisskipulagi Austurlands. Eydís Ásbjörnsdóttir kynnti tillögu að svæðisskipulagi Austurlands. Tillagan og umhverfismatsskýrsla hennar hefur verið birt til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og á vef Austurbrúar og Fjarðabyggðar og verður aðgengileg þar til og með 21. apríl næstkomandi. Kynningin er á grundvelli 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.