Fara í efni

Hafnarstjórn

277. fundur
25. apríl 2022 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eva Dröfn Sævarsdóttir varamaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Viljayfirlýsing um samstarf - TRÚNAÐARMÁL
Málsnúmer 2107010
Lagður fram samningur um aðstöðusköpun að Sævarenda 2 á Stöðvarfirði vegna uppbyggingar á þjónustumiðstöð við fiskeldisiðnaðinn á Íslandi. Bæjarráð samþykkti samninginn á fundi 25.apríl og vísaði honum til staðfestingar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra vinnslu og undirritun hans.
2.
Beiðni um nýja flotbryggju
Málsnúmer 2204049
Siglingaklúbbur Austurlands, sem er með aðstöðu á Eskifirði, óskar eftir að hafnarsjóður hlutist til um að sett verði upp flotbryggja og landgangur fyrir neðan klúbbhús klúbbsins. Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið felur framkvæmdasviði að skoða mögulegar lausnir í málinu og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
3.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
Málsnúmer 2202086
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 1.apríl lögð fram til kynningar.
4.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2022
Málsnúmer 2204084
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands hf. var haldinn 25.4.2022. Hafnarstjóri og fjármálastjóri sóttu fundinn fyrir hönd hafnarsjóðs.
5.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Freyja
Málsnúmer 2204113
Erindi frá Thor Shipping dags. 16. apríl 2022 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Sergey Kurevlev, skipstjóra á Mv Freyja W. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.