Fara í efni

Hafnarstjórn

278. fundur
23. maí 2022 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir varamaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Jarðkönnun í Reyðarfirði - framtíðariðnaðarsvæði
Málsnúmer 2205206
Lagður fram samningur og kostnaðaráætlun frá Verkís um jarðkönnun í Reyðarfirði. Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur hafnarstjóra undirritun hans.
2.
Umsögn vegna umsóknar hafnsöguskírteinis
Málsnúmer 2205048
Lögð fram umsögn vegna umsóknar Egils Guðjónssonar um hafnsöguskírteini. Hafnarstjórn samþykkir umsögn.
3.
Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggðarhöfnum
Málsnúmer 2205243
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra hafna vegna bókana skemmtiferðaskipa. Hafnarstjórn er sammála um að heimila ekki landtöku farþega skemmtiferðaskipa með léttabátum enda hafnarkantar til reiðu. Verkefnastjóra hafna falið að koma þessu á framfæri við umboðsmenn útgerðanna.
4.
Beiðni um styrk vegna heimildaöflunar og fleiru tengdum sjávarjörðum og verstöðvum
Málsnúmer 2205248
Lögð fram beiðni frá Ínu Dagbjörtu Gísladóttur um styrk vegna heimildaöflunar og fleira tengdu sjávarjörðum og verstöðvum, meðal annars á Gerpissvæðinu. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk og felur hafnarstjóra að ganga frá málinu.
5.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Austurlands 2022
Málsnúmer 2204084
Lagt fram til kynningar ársreikningur og fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðs Austurlands sem haldinn var 25. apríl síðastliðinn.
6.
Aðalfundur Cruise Iceland 2022
Málsnúmer 2205196
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Cruise Iceland og fundargerð aðalfundar samtakanna sem var haldinn föstudaginn 5.maí síðastliðinn.