Hafnarstjórn
279. fundur
14. júní 2022
kl.
16:30
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2022
Lagt fram yfirlit yfir framkvæmdir Fjarðabyggðarhafna á árinu 2022. Hafnarstjórn fór yfir yfirlitið og samþykkir að gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun 2022 og vísar því til bæjarráðs.
2.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Farið yfir stöðuna í áætlunum um að ná fóðurpramma Laxa Fiskeldis ehf. af hafsbotni við Gripalda. Verkefnastjóri hafna fór yfir stöðu málsins. Hafnarstjórn leggur áherslu á við TM að farið verði í að fjarlægja prammann nú meðan hentugar aðstæður eru til verksins.
3.
World Hydrogen Summit 2022
Lagt fram til kynningar minnisblað frá atvinnu- og þróunarstjóra, verkefnastjóra hafna og fjármálastjóra um veru þeirra á ráðstefnu um vetni í Rotterdam
4.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Dettifoss
Erindi frá Eimskip dags. 25.maí 2022 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Kristján Örn Ólafsson, skipstjóra á Dettifossi. Hafnarstjórn samþykkir umbeðna undanþágu.