Fara í efni

Hafnarstjórn

280. fundur
28. júní 2022 kl. 16:30 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggðarhöfnum
Málsnúmer 2205243
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra hafna vegna bókana skemmtiferðaskipa. Hafnarstjórn ræddi málefni skemmtiferðaskipa í Fjarðabyggð.
2.
Öryggismál hafna
Málsnúmer 2206100
Erindi barst frá Síldarvinnslunni varðandi öryggi á höfnum. Öryggismál á höfnum Fjarðabyggðar rædd. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að funda með sjávarútvegsfyrirtækjum í Fjarðabyggð.
3.
Stækkun Mjóeyrarhafnar - annar áfangi, umhverfismat
Málsnúmer 2204067
Lögð fram til kynningar matsáætlun vegna 2.áfanga Mjóeyrarhafnar ásamt áliti Skipulagsstofnunar.
4.
730 Deiliskipulagið Hraun 1, breyting hafnarsvæðis
Málsnúmer 2011129
Lögð fram drög að nýju deiliskipulag Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag Mjóeyrarhafnar á vinnslustigi þar sem óskað verður eftir ábendingum og athugasemdum frá umsagnaraðilum.
5.
Hafnasambandsþing 2022
Málsnúmer 2206091
Boðað hefur verið til 43. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands sem haldið verður í Ólafsvík 27.-28.október 2022. Hafnarstjórn mun senda fulltrúa á hafnasambandsþingið.