Hafnarstjórn
282. fundur
24. ágúst 2022
kl.
09:00
-
12:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Grænn orkugarður á Reyðarfirði
Kynningar tengdar Grænum orkugarði.
Sief Andriopoulos, meistaranema í verkfræði við tækniháskólann í Delft, kynnti lokaverkefni sitt við skólann. Verkefnið ber heitið "Roadmapping the develpment of a green hydrogen industrial port complex - A case study in an Icelandic setting" og var unnið í samstarfi við Rotterdamhöfn með aðstoð Fjarðabyggðar.
Martijn Coopman og René van der Plas frá Rotterdamhöfn kynntu starfsemi sína og mismunandi möguleika á samstarfi milli hafnanna.
Sief Andriopoulos, meistaranema í verkfræði við tækniháskólann í Delft, kynnti lokaverkefni sitt við skólann. Verkefnið ber heitið "Roadmapping the develpment of a green hydrogen industrial port complex - A case study in an Icelandic setting" og var unnið í samstarfi við Rotterdamhöfn með aðstoð Fjarðabyggðar.
Martijn Coopman og René van der Plas frá Rotterdamhöfn kynntu starfsemi sína og mismunandi möguleika á samstarfi milli hafnanna.
2.
Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn hafnarstjórnar á tillögu um strandsvæðisskipulag Austfjarða. Frestur til að skila inn umsögn er til 15.september næstkomandi. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að skrifa umsögn í samvinnu við skipulags- og umhverfisfulltrúa og leggja fyrir næsta fund.
3.
Breyting á eldisfyrirkomulagi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn vegna tilkynningar Fiskeldis Austfjarða hf. á breytingu á eldisfyrirkomulagi í Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að skila umsögn.
4.
Sjávarútvegssýningin 2022
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2022 verður haldin í Laugardalshöll 21.-23.september næstkomandi og verða Fjarðabyggðarhafnir með bás á sýningunni.
5.
Fóðurprammi sekkur við Gripalda
Aðgerðir við að ná fóðurpramma Laxa Fiskeldis sem sökk við Gripalda upp af hafsbotni eru hafnar. Farið yfir verkáætlun og stöðu aðgerðanna.
6.
Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Óskir hafa komið frá Loðnuvinnslunni um breytingar á hafnarsvæðinu á Fáskrúðsfirði. Lögð fram forhönnun og kostnaðarmat þeirra breytinga. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og framkvæmdasviði að funda með Loðnuvinnslunni, vinna málið áfram og leggja fyrir aftur.
7.
Bryggja við Olís í Neskaupstað
Lagt fram til bréf frá Olís varðandi bryggju við stöð fyrirtækisins í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkir að Olís fjarlægi bryggjuna.