Fara í efni

Hafnarstjórn

285. fundur
10. október 2022 kl. 16:30 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2023
Málsnúmer 2208077
Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2023 lögð fyrir til endanlegrar afgreiðslu. Hafnarstjórn vísar starfs- og fjárhagsáætlun til áframhaldandi vinnu.
2.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023
Málsnúmer 2209172
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023 lögð fram til umræðu. Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá taki mið af verðlagsbreytingum. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá gjaldskrá í samræmi við samþykkt hafnarstjórnar.
3.
Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskiðjuvers
Málsnúmer 2210035
Lögð fram beiðni Síldarvinnslunnar um umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskiðjuvers fyrirtækisins. Hafnarstjórn samþykkir að veita umsögn.
4.
Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2209228
Fram lagt erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.
Bæjarráð vísaði erindinu til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar.
Hafnarstjórn þakkar erindið og mun leitast eftir því í störfum sínum að leita álits ungmennaráðs ef málin snerta hagsmuni ungmenna í sveitarfélaginu.
5.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
Málsnúmer 2202086
Lögð fram til kynningar fundargerð 445.fundar Hafnasambands Íslands