Hafnarstjórn
286. fundur
24. október 2022
kl.
16:30
-
18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Dagskrá
1.
Til umsagnar 9. mál frá nefndasviði Alþingis
Bæjarráð hefur tekið fyrir umsagnarbeiðni vegna þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis. Málið lagt fram til kynningar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn tekur undir hugmyndir bæjarráðs að umsögn um málið.
2.
Beiðni um umsögn vegna umsóknar Laxa Fiskeldis ehf. um breytingar á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði
Lögð fram umsagnarbeiðni Laxa Fiskeldis vegna breytinga á eldisfyrirkomulagi í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna umsögn í samræmi við fyrri umsagnir um málið.
Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna umsögn í samræmi við fyrri umsagnir um málið.
3.
Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
Lögð fram beiðni Guðröðar Hákonarsonar, fyrir hönd Hildibrand slf., um fund með hafnarstjórn vegna sjóvarna við Beituskúrinn, Egilsbraut 26, Neskaupstað.
Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðargreiningu á gerð sjóvarna neðan við Egilsbraut 22 og 26 og leggja fyrir næsta fund.
Hafnarstjórn felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna kostnaðargreiningu á gerð sjóvarna neðan við Egilsbraut 22 og 26 og leggja fyrir næsta fund.
4.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Samskip Hoffell
Erindi frá Samskip dags. 14. október 2022 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Yevhen Hrushevinchuk, skipstjóra á MS Samskip Hoffell.
Hafnastjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
Hafnastjórn samþykkir umbeðna undanþágu.
5.
Reglur um undanþágu frá hafnsöguskyldu í Fjarðabyggðarhöfnum
Endurskoðun á skilyrðum veitingar undanþágu frá hafnsögu í Fjarðabyggðarhöfnum.
Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að yfirfara reglurnar og leggja fyrir að nýju.
Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að yfirfara reglurnar og leggja fyrir að nýju.