Fara í efni

Hafnarstjórn

288. fundur
5. desember 2022 kl. 16:30 - 18:00
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Ráðstefnan Lagarlíf 2022
Málsnúmer 2209012
Lagt fram til kynningar minnisblað frá atvinnu- og þróunarstjóra, sem sótti hluta ráðstefnunnar.
2.
SeaTrade Global 2023
Málsnúmer 2212012
Sýningin SeaTrade Global verður haldin í Ft.Lauderdale í Flórída 27. til 30. mars 2023. Cruise Iceland hefur tekið frá svæði óskað eftir skráningum til þátttöku. Hafnarstjórn felur atvinnu- og þróunarstjóra að senda svar til Íslandsstofu.
3.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023
Málsnúmer 2209172
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023 lögð fram til kynningar. Gjaldskráin hefur verið samþykkt í bæjarráði.
4.
Ósk Cargow um landtengingu á Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 2012071
Lagt fram minnisblað frá Cargow og farið yfir málin varðandi landtengingar á Mjóeyrarhöfn. Eflu verkfræðistofu hefur verið falið að taka saman minnisblað um kostnað við málið sem verður lagt fyrir hafnarstjórn að nýju.
5.
Umsókn um styrk til fjögurra menningarverkefna
Málsnúmer 2211087
Framlögð beiðni menningarstofu um fjárstyrk til fjögurra verkefna á sviðum menningar sem ráðist var í á árinu 2022. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
6.
Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2022
Málsnúmer 2211173
Tilkynning frá Fiskistofu um greiðslu strandveiðigjalds til hafna lögð fram til kynningar.
7.
Vinnustofa Hafið tekur ekki lengur við
Málsnúmer 2211088
Þann 3.nóvember stóð Umhverfisstofnun fyrir vinnustofu á Grand Hótel um móttöku og meðhöndlun úrgangs sem kemur upp með veiðarfærum. Ragnar Sigurðsson sótti vinnustofuna fyrir hönd sveitarfélagsins. Fyrirlestrar vinnustofunnar lagðir fram til kynningar.
8.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
Málsnúmer 2202086
Lögð fram til kynningar fundargerð 447. fundar Hafnasambands Íslands