Fara í efni

Hafnarstjórn

290. fundur
23. janúar 2023 kl. 16:30 - 17:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Heimir Snær Gylfason aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Rex NS 3 endurgerð og ástandsmat
Málsnúmer 2009216
Framlagt bréf frá Íbúsamtökum Fáskrúðsfjarðar um endurbætur á bátnum Rex en fjallað var um ástand bátsins á fundi hafnarstjórnar 6. október 2020. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna að funda með íbúasamtökum Fáskrúðsfjarðar og ræða utanumhald og uppgerð Rex.
2.
Hafnarstjórn erindi frá starfsmönnum
Málsnúmer 2301162
Framlagt bréf frá starfsmönnum Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn fór yfir fyrirliggjandi erindi og gögn. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að funda með starfsmönnum, fara yfir erindið og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.