Hafnarstjórn
293. fundur
20. mars 2023
kl.
16:30
-
17:30
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
formaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Heimir Snær Gylfason
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - Dettifoss
Erindi frá Eimskip dags. 27.febrúar 2023 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Ágúst Pál Tómasson, skipstjóra á Dettifossi. Hafnarstjórn samþykkir beiðni Eimskips um undanþágu.
2.
Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Lögð fram niðurstaða verðkönnunar í staura fyrir framkvæmdina "Lenging Strandarbryggju". Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði RJR og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs frágang og hafnarstjóra undirritun skjala þar um.
3.
Markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðarhafna
Á 292.fundi hafnarstjórnar samþykkti hafnarstjórn að fara í uppsetningu á vef fyrir hafnirnar og fól verkefnastjóra í samstarfi við upplýsingafulltrúa að kanna með fleiri kosti í uppsetningu. Lagt fram minnisblað verkefnastjóra og upplýsingafulltrúa þar sem farið er yfir kosti í uppsetningu vefs fyrir hafnirnar. Hafnarstjórn samþykkir að fara í gerð vefs og felur verkefnastjóra hafna að vera í samstarfi við upplýsingafulltrúa um útfærslu vegna uppfærslu á heimasíðu sveitarfélagsins.
4.
Umsögn vegna endurnýjunar hafnsöguréttinda
Lögð fram beiðni frá Hafþóri Eide Hanssyni um umsögn hafnarstjórnar vegna endurnýjunar hafnsögumannsskírteinis. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðna umsögn og felur verkefnastjóra hafna að ganga frá henni.
5.
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2023
Umsókn um styrk vegna Franskra daga 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita sambærilegan styrk og síðustu ár.
6.
Umsókn um styrk til bæjarhátíðina Støð í Stöð 2023
Umsókn um styrk fyrir bæjarhátíðina Stöð í Stöð 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
7.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lagt fram til kynningar leyfi Fiskistofu vegna dýpkunar við Frystihússbryggjuna á Eskifirði.
8.
Vinnustofa Hafið tekur ekki lengur við
Lögð fram til kynningar samantektarskýrsla frá vinnustofunni "Hafið tekur ekki lengur við" sem fór fram 3.nóvember síðastliðinn.
9.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 450. fundar Hafnasambands Íslands